Kjarninn - 27.02.2014, Page 54

Kjarninn - 27.02.2014, Page 54
03/06 Viðtal sem svo réðst á þá með hræðilegum hætti. Blóðið fossaði, margir slösuðust og þriggja stúdenta er enn saknað,“ segir Sviatoslav í samtali við Kjarnann. Árás Berkut hélt áfram daginn eftir, 1. desember. „Eftir þau átök byrjuðum við að reisa varnargarða til að girða torgið af frá árásum lögreglu. Ég vil taka fram að hvorki verslunar- né skrifstofuhúsnæði í námunda við torgið varð fyrir skemmdum af völdum mótmælenda.“ Sviatoslav segir átök lögreglu og mótmælenda á Sjálfstæðis torginu hafa fyrst náð hámarki 11. desember þegar lögregla umkringdi torgið og reyndi að fækka í hópi mót- mælenda. Þá hafi allt soðið upp úr 17. janúar þegar úkraínska þingið samþykkti umdeild lög sem bönnuðu mótmælastöður og hópamyndanir. „Eftir það hófu mótmælendur að ráðast á lögreglu, sem hafði myndað varnarstöðu í kringum þing- húsið. Átökin leiddu svo til þess að þingið felldi lögin úr gildi og samið var um tímabundið vopnahlé, sem átti ekki eftir að endast lengi,“ segir Sviatoslav. Hann segir fyrstu mótmælendurna hafa fallið fyrir sér- sveit lögreglu 18. janúar og mótmælin hafi á ný náð hámarki sínu dagana 19. til 21. febrúar þegar lögregla reyndi í síðasta skipti að fækka í hópi mótmælenda á torginu með bryn- vörðum farartækjum og sjálfvirkum skotvopnum. Sviatoslav þakkar guði fyrir að hvorki hann né aðrir vinir í hans hópi hafi slasast í átökunum. fyrstu mótmælin Hinn 21. nóvember hófust mótmælin á Frelsistorginu í Kænugarði. Myndin er tekin af því tilefni.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.