Kjarninn - 27.02.2014, Síða 55

Kjarninn - 27.02.2014, Síða 55
04/06 Viðtal Þjóðin langþreytt á langvarandi spillingu Sviatoslav segir kröfur úkraínsku þjóðarinnar vera ein- faldar. Þegnar þjóðarinnar séu orðnir langþreyttir á rányrkju fyrrverandi stjórnvalda undir forystu Janúkovitsj á auðæfum þjóðarinnar. Andrúmslofti lyga og spillingar sem varað hefur um áraraðir. „En aðalástæðan fyrir því að við, fólkið í Úkraínu, stóðum upp núna til að berjast var til að berjast fyrir virðingu okkar, sem stjórnvöld voru að traðka á. Við kölluðum einmitt mótmælin það, Virðuleikabyltinguna. Mótmælin hlutu það nafn eftir að ráðist var á stúdentana 30. nóvember. Kornið sem fyllti mælinn var þegar stjórnvöld ætluðu að stöðva samstarfið við Evrópusambandið og hefja frekara samstarf við Rússland. Þjóðin vill fá að njóta sambæri- legra réttinda í dómskerfinu og þekkist í Evrópusambandinu og sömuleiðis sambærilegrar heilbrigðisþjónustu.“ Eins og kunnugt er hefur Janúkovitsj forseti hrökklast frá völdum. Oleksandr Túrsjínov forseti þingsins hefur verið skipaður forseti landsins til bráðabirgða, eða þar til gengið verður til kosninga í landinu á ný í maí. Hann hefur sömuleiðis tekið við æðstu yfirstjórn herafla landsins. Gefin hefur verið út handtökuskipun á hendur Janúkovitsj, sem fer huldu höfði í Úkraínu. Þá hefur sér- sveit lögreglunnar, Berkut, verið leyst upp, en liðsmenn hennar eru sakaðir um að bera ábyrgð á fjöldamorðunum á mótmælendum í miðborg Kænugarðs. Allt að fimm þúsund lögreglumenn eru í sérsveitinni, og búist er við að einhverjir þeirra verði ákærðir fyrir að myrða mótmælendur. Upplýst hefur verið að leyniskyttur lögreglunnar hafi drepið meira en hundrað manns á meðan á mótmælunum stóð. lögregla grá fyrir járnum Þessi mynd er tekin 19. febr- úar þegar lögregla og mót- mælendur tókust á í síðasta skiptið. Hér má sjá laganna verði nálgast Frelsistorgið gráa fyrir járnum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.