Kjarninn - 27.02.2014, Page 55

Kjarninn - 27.02.2014, Page 55
04/06 Viðtal Þjóðin langþreytt á langvarandi spillingu Sviatoslav segir kröfur úkraínsku þjóðarinnar vera ein- faldar. Þegnar þjóðarinnar séu orðnir langþreyttir á rányrkju fyrrverandi stjórnvalda undir forystu Janúkovitsj á auðæfum þjóðarinnar. Andrúmslofti lyga og spillingar sem varað hefur um áraraðir. „En aðalástæðan fyrir því að við, fólkið í Úkraínu, stóðum upp núna til að berjast var til að berjast fyrir virðingu okkar, sem stjórnvöld voru að traðka á. Við kölluðum einmitt mótmælin það, Virðuleikabyltinguna. Mótmælin hlutu það nafn eftir að ráðist var á stúdentana 30. nóvember. Kornið sem fyllti mælinn var þegar stjórnvöld ætluðu að stöðva samstarfið við Evrópusambandið og hefja frekara samstarf við Rússland. Þjóðin vill fá að njóta sambæri- legra réttinda í dómskerfinu og þekkist í Evrópusambandinu og sömuleiðis sambærilegrar heilbrigðisþjónustu.“ Eins og kunnugt er hefur Janúkovitsj forseti hrökklast frá völdum. Oleksandr Túrsjínov forseti þingsins hefur verið skipaður forseti landsins til bráðabirgða, eða þar til gengið verður til kosninga í landinu á ný í maí. Hann hefur sömuleiðis tekið við æðstu yfirstjórn herafla landsins. Gefin hefur verið út handtökuskipun á hendur Janúkovitsj, sem fer huldu höfði í Úkraínu. Þá hefur sér- sveit lögreglunnar, Berkut, verið leyst upp, en liðsmenn hennar eru sakaðir um að bera ábyrgð á fjöldamorðunum á mótmælendum í miðborg Kænugarðs. Allt að fimm þúsund lögreglumenn eru í sérsveitinni, og búist er við að einhverjir þeirra verði ákærðir fyrir að myrða mótmælendur. Upplýst hefur verið að leyniskyttur lögreglunnar hafi drepið meira en hundrað manns á meðan á mótmælunum stóð. lögregla grá fyrir járnum Þessi mynd er tekin 19. febr- úar þegar lögregla og mót- mælendur tókust á í síðasta skiptið. Hér má sjá laganna verði nálgast Frelsistorgið gráa fyrir járnum.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.