Kjarninn - 27.02.2014, Page 57

Kjarninn - 27.02.2014, Page 57
06/06 Viðtal í höllinni hefur gert marga orðlausa. „Ég er búinn að skoða forsetahöllina. Hún ber smekkleysi forsetans mikinn vitnis- burð, og hvernig margur verður af aurum api. Peningar og völd voru það eina sem skiptu hann máli.” hvekkt en bjartsýn þjóð Sviatoslav segir bjartsýni gæta á meðal úkraínsku þjóðarinn- ar. „Hættulegasti tíminn er nú liðinn, og sá erfiðasti fram undan. Hvernig við byggjum upp nýja þjóð og gætum þess að vera ekki svikin eins og hefur gerst svo oft áður. Reynsla síðustu 23 byltingarára sýnir að fyrrverandi og núverandi kommúnistar, studdir af KGB, eru mesta vandamálið. Við erum bjartsýn en gerum okkur grein fyrir því að baráttan er rétt að byrja.“ Eins og fram hefur komið eru að- eins liðin nokkur ár frá appelsínu- gulu byltingunni í Úkraínu, þar sem Janúkovitsj var fyrst steypt af stóli. Telur Sviatoslav að nú muni hlutir fyrir alvöru breytast fyrir land og þjóð? „Við höfum haft þrjár byltingar á síðustu 23 árum. Þá fyrstu árið 1991, hina svokölluðu ókláruðu byltingu, þar sem kommúnistarnir komust aftur til valda með hjálp glæpamanna. Appelsínugulu byltinguna árið 2004, hina svokölluðu sviknu byltingu, þar sem Júsjenkó, sem tók við valda taumunum af Janúkovitsj, sveik það sem hann hafði lofað. En Virðuleikabyltingin hófst einmitt sama dag og sú appelsínugula nokkrum árum áður, 21. nóvember. Við trúum að byltingin núna muni loksins færa okkur mannsæmandi líf í heimalandi okkar. Við erum reynslunni ríkari og það mun hjálpa okkur að stuðla að velmegun í Úkraínu fyrir fólkið okkar. En það er mikil vinna fram undan.” frelsistorgið í björtu báli Þúsundir mótmælenda samankomin á Frelsistorginu í Kænugarði 19. febrúar.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.