Kjarninn - 27.02.2014, Side 66

Kjarninn - 27.02.2014, Side 66
03/04 Álit sem tala með þessum hætti treysta þjóðinni væntanlega ekki til að taka upplýsta ákvörðun um hagsmunamál sín. Mig undrar að flokkur á borð við Sjálfstæðisflokkinn sem kennir sig við frelsi einstaklingsins og atvinnulífsins telji rétt að fara fram með svo fordæmalausri forræðishyggju sem nú er gert. Hvorki einstaklingum né forystumönnum atvinnulífsins í þessu landi er, af þessu að dæma, treystandi til að þekkja og skilja sína eigin hagsmuni. Þær eru persónuleg aðför að hagsmunum fólksins í landinu sem býr við lengri vinnudag, mun hærra vöruverð og óhagstæðari íbúðalánakjör en gengur og gerist í nágranna- löndum okkar. Ástæða þessa er lokaður markaður, ofurtollar og ónýtur gjaldmiðill. Með því að loka á aðildarviðræður við ESB er tekinn af okkur eini raunhæfi möguleikinn á að taka upp nýtan gjaldmiðil á næstu tíu árum eða svo. Með því fer einnig möguleik- inn á að markaðurinn opnist og tollar lækki. Er það svo mikilvægt að Íslendingar fái ekki að sjá hvað stendur í hugsanlegum samning við ESB að það er á sig leggjandi að almenningur vinni lengri vinnudag fyrir mun lægri laun, dýrari matvöru og óhagstæðari íbúðalán en nágrannar hans? Ég geri mér fulla grein fyrir því að innganga í ESB er engin töfralausn sem gerir allt betra daginn eftir að undirritun á sér stað. En hún er möguleiki, möguleiki á að taka upp traustari gjaldeyri sem bakkaður er upp af mun stærra hagkerfi, möguleiki á inngöngu inn á opnari markað með því frelsi sem því fylgir fyrir neytendur og möguleiki á að tollar og vörugjöld lækki fyrirtækjum og einstaklingum í landinu til handa. Um það eigum við rétt á að kjósa! Að lokum vil ég segja að mér þykir það í raun ótrúlegt að fólk skuli vera komið á þann stað í lífinu að vera orðið þingmenn og ráðherrar og hafa ekki lært að fara fram með ábyrgari hætti og af meiri þroska og virðingu en þeir stjórnar liðar sem hafa farið hvað mestan í þessu máli eru nú „Þær eru persónu- leg móðgun við kjósendur í landinu, persónuleg aðför að lýðræðislegum rétti þeirra og persónu- leg aðför að hags- munum þeirra. “

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.