Kjarninn - 27.02.2014, Page 84

Kjarninn - 27.02.2014, Page 84
05/05 kVikmYndir ætlar Hvíta húsið núna í febrúar að lyfta þessu banni að hluta til og hafa formlega sýningu á Monuments Men, en hún er ekki tilnefnd til Óskarsins. Henni er hins vegar leikstýrt af George Clooney, sem meðal annars hefur haldið fjölmörg boð i Hollywood til fjáröflunar fyrir Obama og rakaði inn að minnsta kosti 15 milljón dollurum í kosningasjóðinn hans – þannig að þeir ná að klóra hvorum öðrum aðeins á bakið með þessari sýningu og Clooney fær fleiri til að kíkja í bíó. Þannig hvað stendur eftir fyrir mig, áhorfandann og kvikmyndaunnandann? Er eitthvert glimmer eftir og skiptir Óskarinn þá einhverju máli fyrir mig fyrst þetta er allt saman gamlir, hvítir kallar og pólítík? Kannski hefði ég viljað fá að sitja í fávissunni og njóta þeirra áfram og hafa gaman af kjólunum og ræðunum. Ég mun líklega alltaf hafa gaman af Óskarnum og horfa og fyrir mitt leyti halda í glimmermyndina. Óskarinn skiptir máli fyrir erlendar sölutölur og getur breytt lífi leikara og allra sem koma að mynd um ókomna tíð. Hann skiptir máli varðandi hvaða myndir komast í framleiðslu á næsta ári, eins og í fyrra þegar dramatískri langloku eins og Lincoln gekk vel í miðasölu og á verðlauna hátíðum ýtir það undir að biðukollurnar í Hollywood opni veskið. Myndir sem eru dramatískar og drifnar áfram af handritshöfundum en ekki peningamönnum sem vilja bara myndir með vélmennum sem slást við víkinga í geimnum og gera síðan þrjár framhaldsmyndir af því sama og skemmtigarð því að það er búið að skipta út glimmer- dollunni út fyrir EBITDA í Hollywood.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.