Kjarninn - 03.04.2014, Side 20

Kjarninn - 03.04.2014, Side 20
Sælir félagar. Sl. laugardag bar það til tíðinda að forsíða MÁS-FRÉTTA (áður Mbl.) var ekki lögð undir fréttir af „Stóra-Más-Málinu“ eins og hafði þá gerst í átta blöðum í röð. Blaðið hefur ekki lagt átta forsíður í röð undir eitthvert eitt efni síðan í hruninu árið 2008. Þó voru þá eitthvað mismunandi áherslur og breiðari efnistök heldur en í þessu einfalda klúðursmáli sem lögsókn Más gegn Seðlabankanum er. Sumir halda því fram að efnahagshrunið á Íslandi árið 2008 sé jafnvel enn stærra mál en klúðrið kringum launa- mál Más! Ljóst er að formaður bankaráðs, Lára V. Júlíusdóttir, hrl., er með allt niður um sig í þessu máli og einnig Már. En hvers vegna er verið að fjalla um þetta tiltölulega ómerkilega mál með því offorsi og þeirri þráhyggju sem fram kemur hjá þessum eina fjölmiðli? Fyrir því liggja nokkrar ástæður – og flestar eru þær frekar subbulegar: 1. Sálartetur fyrrum bankastjóra Seðlabankans er ennþá skaddað eftir að hann var rekinn af fyrri ríkisstjórn eftir að hafa haft forystu um að gera bankann gjaldþrota upp á 300 milljarða króna. Um það gjaldþrot hefur lítið verið fjallað í Mbl., og alls ekki hefur þótt taka því að leggja forsíður undir slíka smámuni. Því þarf að beina athygli að öðrum vandræðalegum málum hjá bankanum. 2. Núverandi bankastjóri er ekki nógu handgenginn ríkisstjórninni og því þarf að tryggja að hann geti ekki sótt um. Klúðrið kringum málið er þannig að löngu ætti að vera ljóst að hann sækir ekki um. Því ætti ekki að þurfa þessi læti – en fleira kemur til. Gengið verður frá ráðningu tveggja þjálla manna sem annar kemur frá Framsókn og hinn frá D. 3. Það sem einnig veldur því að blaðið gengur af göflunum er að helsti eigandi þess, Samherji, á í miklum deilum við gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem fór í gríðarstóra rannsókn á gjaldeyrissvindli Samherjasamstæðunnar en það mál er nú hjá Sérstökum saksóknara. Verði ákært í því máli og nái saksóknari fram með málatilbúnað sinn, er hætt við að „fínir menn“ bætist við langan lista þeirra sem fá „frítt fæði og húsnæði“ hjá ríkinu á næstu missirum og árum. Það vekur ekki kátínu og veldur því að það þarf að hefna sín grimmilega á Má sem að sjálfsögðu kemur mjög við sögu í þessari rannsókn. Já, það er gott að eiga fjölmiðil sem þjónar lund manns ef maður á marga óvildarmenn sem þarf að jafna um! Enda er hermt að eigendur blaðsins borgi tapið af því með glöðu geði. 4. Spillt hugsun Framsóknar og Sjálfstæðismanna, sem mjög hefur verið gagnrýnd og er talin hluti af orsökum hrunsins árið 2008, er enn til staðar. Helmingaskiptamórall- inn er enn í fullu gildi. Og þá gegnir Seðlabankinn lykilhlutverki. Hjá bankanum er vistað eignarhaldsfélag sem tekur við ýmsum eignum sem tilheyra uppgjörum eftir hrun vegna þrotabúa og annara mála. Framundan er að þetta eignarhaldsfélag taki við krónueignum úr þrotabúum Kaupþings og Glitnis, m.a. hlutabréfum í Arion og Íslandsbanka. Þá skiptir miklu máli að Framsóknarmenn fái annan bankann á mjög góðu verði og handgengnir sjálfstæðismenn hinn. Við slíkar aðstæður gengur ekki að hafa við stjórnvölinn í Seðla- FEROERYQERRE±IRćWXVERKLIM±EVPIKEąWIRHMWZIMREJPSOOERRE 7N¢YQFEVEXMP Einhverjum kann að þykja þetta harkalegt mat. En því miður er það byggt á meiri staðreyndum en ætla má í fyrstu. Við skulum fylgjast vel með og meta í sameiningu hvort þessi greining mín á ekki eftir að eldast vel. 12/13 ViðSkipti 16. marS 2014

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.