Kjarninn - 03.04.2014, Page 23

Kjarninn - 03.04.2014, Page 23
greining Framtíð íslenskra hugvitsfyrirtækja á endanum yfirgefa tækifærin okkur 14/17 GreininG kjarninn 3. apríl 2014 ó trúleg fyrirtæki hafa byggst upp á Íslandi með hugviti Íslendinga. Nú horfa þau mörg hver, í mikilli alvöru, fram á að geta ekki lengur starf- rækt höfuðstöðvar sínar hérlendis. „Hjartað“ í rekstrinum fær einfaldlega ekki það súrefni sem til þarf svo það slái í réttum takti. Og sjúkdómurinn sem hrjáir það er að langstærstu leyti heimatilbúinn. Þarna er átt við fyrirtæki eins og Marel, Össur og CCP. Þau hafa þurft að sætta sig við ýmislegt á eftirhrunsárum hafta til að halda tengslunum við Ísland en nú virðast ætla að verða vatnaskil. Útspil stjórnvalda um að ætla að draga til baka aðildarumsókn að Evrópusambandinu var síðasta hálmstráið hjá mörgum sem tengjast þessum fyrirtækjum. Með því að möguleikanum á aðild væri haldið lifandi var í það minnsta von um að Ísland gæti tengt sig alþjóðlegum mörkuðum og mynt. Nú telja þeir að sá möguleiki sé horfinn og það er ljóst á samræðum við fólk í kringum hluthafa fyrirtækja í verðmætasköpun að baráttan fyrir því að halda höfuðstöðvum þessarra fyrirtækja á Íslandi er að tapast. greining Þórður Snær Júlíusson L @thordursnaer 14/17 greining

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.