Kjarninn - 03.04.2014, Side 34

Kjarninn - 03.04.2014, Side 34
06/06 topp 5 1 ríkið verðlaunar starfsmenn landsbankans fyrir frábæra rukkun Þegar íslenska ríkið samdi við kröfuhafa gamla Lands bankans í desember 2009 um skiptingu eigna hans fékk ríkið 80 prósenta hlut í nýja Landsbankanum, sem stofnaður var á rústum hins gamla. Þessi hlutur gat hækkað umtalsvert ef vel gengi að innheimta tvö lánasöfn, sem heita Pony og Pegasus. Afrakstur þeirrar innheimtu átti að renna til gamla Landsbankans og hlutur ríkisins myndi vaxa upp að 97,9 prósentum ef endurheimtir yrðu góðar. Afganginn, 2,1 prósent, áttu starfsmenn nýja Landsbankans að fá í verðlaun fyrir vel heppnaða rukkun. Steingrímur J. Sigfússon, þá verandi fjármála ráðherra, skrifaði undir samninginn fyrir hönd íslenska ríkisins. Niðurstaðan varð sú að endurheimtir urðu með hæsta móti og starfsmennirnir fengu umræddan hlut gefins. Miðað við eiginfjárstöðu Landsbankans um síðustu áramót var innra virði hlutarins um 4,7 milljarðar króna. Þeir munu fá um 144 milljónir króna í arð vegna eignar sinnar á þessu ári og verða þar með einu starfs- menn fyrirtækis í eigu ríkisins sem fá greiddan arð vegna hlutabréfa sem þeir fengu gefins.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.