Kjarninn - 03.04.2014, Page 44

Kjarninn - 03.04.2014, Page 44
08/08 Stjórnmál Að síðustu má íhuga stöðu íslenskrar tungu, meginþáttar í sjálfsmynd þjóðarinnar. Kennarar segjast gjarnan þurfa að nota ensku til að útskýra merkingu íslenskra orða. Íslenskufræðingar segja ekki loku fyrir það skotið að þolfall og viðtengingarháttur hverfi úr tungumálinu á öldinni. Fer virkilega svo? Ekki spyrja ég þótt ég get kannski giskað á svarið. Svo er annað: Nú þegar getur fólk gefið tækjum og tólum skipanir og sú tækni verður æ útbreiddari. Enska er þá málið og fátt bendir til að íslenska verði notuð við slík samskipti enda kostar stórfé að koma því í kring. Hætt er því við að íslenska verði ekki til eftir hundrað ár, sagði málfræði- prófessorinn Eiríkur Rögnvaldsson í fyrra af þessu tilefni. Hvernig verður að vera Íslendingur þegar tungumálið deyr? I don‘t know. aðgerðir? Það segir sig sjálft að bollaleggingar um hag Íslendinga í framtíðinni ár skipta engu máli ef ríki hrynja hvarvetna með braki og brestum, hvað þá ef vart verður líft á jörðinni yfirhöfuð. Við megum þó ekki yppa öxlum og hafa eftir hin fleygu orð John Maynard Keynes að til lengri tíma litið látum við öll lífið hvort eð er. Ekki gengur heldur að segja bara að við eigum ekki að reyna að skipta okkur af gangi mála í út- löndum. Við búum í heimsþorpi. Við gætum gert okkar til að deila lífsins gæðum betur á jörðinni og minnka þannig örlítið líkur á að upp úr sjóði, okkur sjálfum til hagsbóta. Við ættum að viðurkenna þann vanda sem hlýnun jarðar getur valdið, hvort sem sú þróun er tímabundin, af mannanna völdum eða ekki. Er ekki betra að hafa vaðið fyrir neðan sig? Framar öllu þyrftu sem flestir svo að átta sig á því að saga Íslands er samofin sögu Evrópu og heimsins alls. Þótt ákvarðanir okkar sjálfra skipti alltaf máli hafa lífsgæði og staða ríkisins í alþjóðasamfélaginu mótast mest vegna rásar viðburða ytra. Það sýnir sagan og það mun framtíðin sanna.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.