Kjarninn - 03.04.2014, Page 59

Kjarninn - 03.04.2014, Page 59
03/06 álit verndun sjávarspendýra í huga og skulu, hvað hvali snertir, einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim.“ Ísland tók því verulega áhættu með því að gefa einhliða út kvóta til veiða á 800 hvölum í vísindaskyni. Bakara fyrir smið Kaldhæðni örlaganna hagaði því svo til að það voru banda- rísk stjórnvöld, Reagan og Bush eldri, sem þvinguðu íslensk stjórnvöld til að draga verulega úr fjölda veiddra hvala til sýnatöku í nafni vísinda. Þau hótuðu viðskiptaþvingunum í samræmi við Pelly-ákvæðið við lög til verndar fiskstofnum; ákvæði sem upphaflega var sett til að fylgja eftir ákvörðunum um veiðibann á laxastofnum í Norður-Atlantshafi. Til að gera langa sögu stutta var strax hætt við vísindaveiðar á 320 hrefnum, í stað 320 langreyða voru veidd 292 dýr á fjórum árum og 70 sandreyðar í stað 160 á þremur árum. Þessi sam- dráttur kom til eftir langa og stranga samningafundi milli Íslands og Bandaríkjanna. rangt mat á aðstæðum Yfirlýsingar ráðamanna bera með sér að andstaða Banda- ríkjanna við hvalveiðar hafi verið afgreidd sem þjónkun við hávaðasöm umhverfis- og dýravelferðarsamtök til þess eins að kaupa sér græna ímynd. Þetta er mikill misskilningur, enda voru Bandaríkin í forustuhlutverki í umhverfismálum á alþjóðavettvangi allt fram á tíunda áratug síðustu aldar. Nefna má að árið 1985 knúðu Bandaríkin í gegn alþjóð- legan samning um verndun ósonlagsins og aftur árið 1989. Þar í landi er jafnframt sterk hefð fyrir verndun tegunda í útrýmingar hættu. Síðast en ekki síst eru Bandaríkin vörslu- aðili Alþjóðasamningsins um verndun og stjórnun hvalveiða (ICRW) frá 1946 og þau líta á það sem sína ábyrgð að hann haldi. Í anda fyrri þorskastríða áréttuðu íslensk stjórnvöld að vera varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli væri háð góðum sam- skiptum ríkjanna að öðru leyti. Áhrif slíkra yfirlýsinga kunna

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.