Kjarninn - 03.04.2014, Qupperneq 61
05/06 álit
vísindaveiðar. Nú skyldi veiða 100 langreyðar, 100 hrefnur
og 50 sandreyðar á tveimur árum. Þegar til kom voru bara
veiddar hrefnur. Veiðarnar hófust síðsumars 2003 og þær
tóku fjögur ár.
Árið 2004 staðfesti viðskiptaráðherra í stjórn George W.
Bush forseta, Donald Evans, að hvalveiðar Íslands hefðu
veikt verndarmarkmið Hvalveiðiráðsins en Bush forseti lét
duga að lýsa áhyggjum sínum vegna málsins. Í svari Árna M.
Mathiesen, þá sjávarútvegsráðherra, kom fram að hvalveiðar
hér við land myndu ekki aukast að umfangi, en það ár voru
veiddar 25 hrefnur.
Næsta hrina kom í október 2006. Viku eftir að samn-
ingar höfðu tekist milli Íslands og Bandaríkjanna um
brottför varnarliðsins kynnti sjávarútvegsráðherra, Einar
K. Guðfinns son, um kvóta til veiða á níu langreyðum og 30
hrefnum – nú alvöruveiðar. Carlos M. Gutierrez, viðskipta-
ráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir að staðfesting forvera
hans í embætti, Donalds L. Evans, væri enn í fullu gildi.
Ekkert var veitt af langreyði árin 2007 og 2008. Útflutningur
gekk treglega og Ísland var í framboði til Öryggisráðs Sam-
einuðu þjóðanna haustið 2008. Að standa í stappi við önnur
ríki við slíkar aðstæður þótti ekki góð latína.
Annað var upp á teningnum eftir hrun. Í janúar 2009 gaf
Einar K. Guðfinnsson út fimm ára kvóta til veiða á hrefnum
og langreyðum. Núverandi sjávarútvegsráðherra, Sigurður
Ingi Jóhannsson, endurnýjaði þann kvóta í nóvember síðast-
liðnum en þó var sá munur á að leyfi til hrefnuveiða skal nú
einungis veita þeim sem stunduðu veiðar árin 2006–2008.
Það ákvæði reglugerðarinnar útilokar alla aðra en fyrirtæki
sonar Jóns Gunnarssonar, formanns atvinnuveganefndar
Alþingis.
obama herðir aðgerðirnar
Í skýrslu utanríkisráðherra, Gunnars Braga Sveinssonar, til
Alþingis, sem hann kynnti þinginu 20. mars síðastliðinn,
segir frá því að 31. janúar síðastliðinn hafi innanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna sent forsetanum bréf til að staðfesta