Kjarninn - 03.04.2014, Page 64
02/05 piStill
peningakerfi eyjarskeggja sem mannfræðingurinn William
Henry Furness III uppgötvaði á meðan hann dvaldist á Jap
upp úr aldamótunum 1900.
Hann komst að því að eyjan var sneidd öllum góð-
málmum, og því gátu íbúar hennar ekki notast við gull til
greiðslumiðlunar eins og Evrópumenn höfðu gert frá tímum
Rómarveldis. Þeir dóu þó ekki ráðalausir og hófu þess í stað
að notast við annað fyrirbrigði úr iðrum jarðar sem var af
skornum skammti á eyjunni; nefnilega grjót.
En grjótmyntirnar voru ekki eins og hverjir aðrir hnull-
ungar. Eyjarskeggjarnir þurftu að leggja á sig um 450 kíló-
metra ferðalag á þartilgerðum flekum til nágrannaeyjunnar
Palau til þess að sækja kalkstein, sem síðan var höggvinn til
í risavaxnar hringlaga myntir og ferjaður
aftur til Jap. Myntirnar voru allt að fjórir
metrar í þvermál, með stóru gati í miðjunni
sem hægt var að reka trjábol í gegnum til
þess að auðvelda burð myntanna frá einum
stað til annars.
uppgjörið
Það sem kom Furness helst á óvart var þó ekki sérkennileg
lögun myntanna, heldur hvernig uppgjör með aðstoð þeirra
fór fram. Þegar eyjarskeggjar áttu með sér viðskipti sem
kröfðust greiðslu í grjótmyntunum þótti nefnilega yfirleitt
ekki ástæða til að færa myntina úr stað eða færa greiðsluna í
letur; það nægði að eignarhald hennar færðist frá kaupanda
til seljanda með munnlegri yfirlýsingu þess fyrrnefnda. Það
var því algengt að stærstu grjótmyntirnar stæðu óhreyfðar á
lóð fyrrverandi eigenda löngu eftir að þeir höfðu afsalað sér
þeim til greiðslu, en eignarhaldið átti stoð sína í munnlegri
geymd.
Öfgafyllsta dæmið um þessa sérstöðu peningakerfisins
var sennilega auður fjölskyldu einnar sem lá (og liggur
enn) á hafsbotni. Þegar forfeður fjölskyldunnar ferjuðu
grjótmynt frá Palau til Jap höfðu þeir lent í óveðri, svo að
farmurinn sökk í sjóinn úti fyrir eyjunni. Myntin var hins
„Myntirnar voru
allt að fjórir metrar
í þvermál.“