Kjarninn - 03.04.2014, Page 70

Kjarninn - 03.04.2014, Page 70
03/05 lÍfSStÍll hönd. Leiðin liggur nú eftir nokkuð brattri hlið í talsverðum hliðarhalla og brýnt að kunna fótum sínum forráð. Leiðsögu- menn aðstoða þátttakendur við að festa á sig broddana og ganga úr skugga um að allt sé rétt gert. Síðan eru rifjuð upp undirstöðuatriðin í notkun þessara öryggistækja og viðbrögð við óvæntum aðstæðum. Svo sígur röðin af stað inn bratta hlíðina og beygir fljótlega upp á við og þaðan liggur leiðin beint upp, eitt skref í einu, hægt og rólega. Svitinn rennur auðveldlega því sólin skín í heiði og þarna í hlíðinni er algert logn og menn heyrast blóta því að hafa farið í síðar nærbuxur um morgun- inn. En fár kann sig í góðu veðri heiman að búa segir máltækið. Svo sitjum við uppi á Dýjadalshnúknum í logni og sólskini og höfum stund með nestinu. Í hópnum breiðist út þessi tæra gleði og kátína sem hellist yfir fjallgöngumenn þegar allt gengur eins og sögu og lífið er dásamlegt og heimurinn baðaður í sól. landslag lítils virði ef það heitir ekki neitt Næst tekur við löng ganga ofan á Tindstaðafjalli, framhjá Hrútadal, Leynidal, Eilífsdal og yfir Þórnýjartind en alltaf meðfram Blikdalnum. Það sitja hengjur í öllum brúnum og þarf að gæta þess að fara ekki of framarlega. Handan dalsins rísa klettaþil Kerhólakambs, en þangað er förinni heitið. Í norðri blasa við jöklar eins og Ok og Þórisjökull og fagur lega formað hvel Skjaldbreiðar sem er samkvæmt þjóðsögum steingerð tröllkonubrjóst. Botnssúlur rísa drif- hvítar fyrir botni Hvalfjarðar og Hvalfell, Brekkukambur og Skarðsheiði eru svipmikil í vetrarklæðum. Lengst í norðri sér til Tröllakirkju á Holtavörðuheiði en vestar Ljósufjöll, dýjadalshnúkur Með brodda á fótum og öxi í hönd stefnum við á Dýjadalshnúkinn.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.