Kjarninn - 03.04.2014, Page 71

Kjarninn - 03.04.2014, Page 71
04/05 lÍfSStÍll Tröllatindar og Helgrindur á Snæfellsnesi. Hópurinn stansar reglulega og við förum yfir fjallahringinn sem sífellt breytist. Þannig höfum við í heiðri orð borgarskáldsins Tómasar, sem sagði að landslag væri lítils virði ef það héti ekki neitt. Uppi á fjallinum er samfelld fönn og klaki á víxl en gott göngufæri því lítið markar í snjóinn. Hópurinn marsérar áfram og linnir ekki göngunni fyrr en byrjað er að sveigja fyrir botn Blikdals áleiðis út á Kerhólakamb. Þar setjast menn aftur niður í kaffi, stinga bakpokanum undir rassinn og snúa baki í svalan andvarann. Það er skvaldrað um matar- æði, 5-2 aðferðina, lágkolvetni og fleiri aðferðir til betra lífs. Menn sjá kvöld- matinn í hillingum en enn eru tíu kílómetrar eftir. Þegar við komum fram á Kerhóla- kambinn blasir Reykjavík við og við rifjum upp hvað eyjarnar á sundunum heita og einhver man eftir því sem Karli þræll Ingólfs sagði þegar þeir Vífill fundu öndvegissúlurnar. „Til ills fórum vér um góð héruð að við skulum setjast að á útnesi þessu.“ margt skrafað til fjalla Svo er haldið stutt erindi sem ber yfirskriftina: Kynlíf þjóð- skálda – fyrsti hluti. Það er margt skrafað á fjöllum sem varla þætti samkvæmishæft umræðuefni í byggð. Þetta er annar heimur og frjálsari en láglendið. Þegar fer að halla undan niður eftir Smáþúfunum má sjá á göngulagi sumra þátttakenda að þreyta gerir vart við sig. milli dala Á ferð um víðáttur Esjunnar milli Leynidals og Hrútadals.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.