Kjarninn - 03.04.2014, Page 82

Kjarninn - 03.04.2014, Page 82
02/05 tónliSt rekja til Oakland í Kaliforníu. Forsprakki Low Roar er hinn bandaríski Ryan Karazija sem flutti hingað til lands árið 2009 og gekk að eiga þáverandi eiginkonu sína sem er íslensk. Í Oakland fór hann fyrir rokksveitinni Audrye Sessions sem naut sæmilegrar hylli í heimaríki sínu sem og víðar á vestur- strönd Bandaríkjanna. Low Roar sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu árið 2011 og var hún að mestu unnin hér á landi og samin af Ryan í lítilli íbúð í miðborg Reykjavíkur. Skífan, sem er samnefnd sveitinni, vakti töluverða athygli á Low Roar og er tónlistin brothætt samsuða af þjóðlagaskotnu poppi og víðáttumikilli raftónlist í anda Radiohead, Sigur Rósar og The Album Leaf. Hljóðfæraskipan er einföld og flest lögin eru flutt með fulltingi kassagítars, orgels og starfræns tölvusurgs hér og þar. Önnur breiðskífa Low Roar er eins og fyrirrennarinn samnefnd sveitinni og er um flest frábrugðin því sem sveitin hefur verið þekkt fyrir hingað til. Low Roar er nú fullskipuð hljómsveit og er skipuð Ryan ásamt trymblinum Loga Guðmundssyni og hinum fjölhæfa Leifi Birnssyni. Upptökustjórinn, Mike Lindsay úr

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.