Kjarninn - 03.04.2014, Side 85

Kjarninn - 03.04.2014, Side 85
05/05 tónliSt breiðskífa sveitarinnar hefur hlotið nafnið Mexico og mun líta dagsins ljós áður en um langt líður. Fyrsta smáskífan heitir Crossfade og kom hún út á dögunum á vegum Kompakt í Köln. Það er Sena sem mun gefa breiðskífuna út hér á landi. Það verður fróðlegt að sjá hvort Gus Gus nái að toppa síðustu breiðskífu, Arabian Horse, sem þykir með betri breiðskífum sveitarinnar og féll í afar góðan jarðveg þegar hún kom út árið 2011. Atónal Blús er hljómsveit gítarleikarans Gests Guðna- sonar sem áður hefur spilað með hljómsveitum eins og Benni Hemm Hemm, Númer Núll, Stórsveit Nix Noltes og Skátar. Gestur er frábær gítarleikari og mjög naskur útsetjari. Fyrsta breiðskífa Atónal Blús heitir Höfuðsynd, en á henni ægir öllu saman og er breiðskífan afar skemmtileg áheyrnar. Gestur hefur mjög sérstakan stíl sem gítarleikari og minnir söngur hans á köflum á meistara á borð við Frank Black og jafnvel á mýkri hliðar Dr. Gunna. Tónlistin er ágeng samsuða af blús- og klezmertónlist, jaðarrokki í ætt við Brainiac í bland við grjóthart þungarokk úr smiðju Slayer og Melvins. Án efa ein af áhugaverðari plötum sem komið hafa út á Íslandi í langan tíma. Smelltu til að hlusta á Sexy Slave með Atónal Blús

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.