Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Page 11

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Page 11
Þ J Ó Ð I N 7 Fréttabálkur frá útlöndunn. Fríðarvilji — fórnarvilji. Róstusamt er nú víða um lönd og viðsjár miklar með ýmsum ])jóð- um. Margir óttast, að til nýrrar heimsstyrjaldar muni draga þá og þegar, og því miður er sá ótti á rökum reistur. Miklu meira fé er varið til hern- aðarundirbúnings en nokkurn tíma áður, og meiri áherzla er á það lögð, að húa lieilar þjóðir — allan almenning — undir styrjöld, en dæmi eru til frá fyrri tímum. Og þó fullyrða stjórnendur þjóð- anna, að þeir vilji frið. Það er vafalaust rétt: Þeir vilja allir frið, ef þeir þurfa ekki að færa friðar- hugsjóninni fórnir, sem þeir telja of þungar. Friðarræður eru þvi engin sönn- un fyrir friðarvilja. Fórnarviljinn — viljinn til þess að slá af kröf- nm sínum og fórna hagsmunum — er sú eina sönnun fgrir friðarvilja, sem nokkurt gildi getur haft. En þessi fórnarvilji virðist ekki vera fyrir hendi í nógu rikum mæli hjá stórveldunum, en það er á þeirra valdi, og engra annara, að halda uppi friði í heiminum. Aðstöðnmunur stórveldanna til þess að sjá þegnum sínum farborða er mikiU. Ef dregið væri úr lion- um, og ef þjóðabrot, sem lögð hafa verið undir önnur ríki, væri leyst úr ánauð, þá mundi verða hjartara framundan í friðarmálunum. Þjóðabandalaginu var fengið það göfuga hlutverk, að skapa frið á mUli þjóðanna. Það liefir brugðizt í þessu lilutverki sínu. Það hefir ef til vill frestað styrjöldum, en það Iiefir ekki læknað þær meinsemd- ir, sem liklegastar eru lil þess að valda styrjöldum, og jafnvel aldrei gjört verulega tilraun til þess. En öruggur friður fæst aldrei, fyrr en þau mein eru horfin. Traust manna á Þjóðabandalag- inu er því að miklu leyti farið út um þúfur. Vonir margra manna standa nú til þess, að stórveldin jafni ágreiningsmálin, áður en það er um seinan — ekki á fundum Þjóðabandalagsins, heldur með samræðum og samningum dipló- matanna, eins og áður tíðkaðist. Aðalþættir í utanríkismálastefnum stórveldanna. Clemenceau kvað hafa sagt, að stjórnvizkan væri í því fólgin, að fá menn til þess að trúa þvi, að stefnt væri að einhverju ákveðnu marki, þegar raunverulega væri stefnt að allt öðru. Það stafar sjálfsagt nokkuð af slikum sjónhverfingaleik stórveld-

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.