Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Page 37

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Page 37
Þ J O Ð I N 33 Höfnin í Vestmannaeyjum. þessar. ViÖ þetta bjargast menn enn 1 dag, og getur þannig fengizt nægt og gott vatn, ef brunnarnir eru hafðir nógu rúmgóðir og gert við þvi, sem unnt er, að óbreinindi lierist ekki í brunnana. Þó sakna menn þess mjög, að ekki er unnt að hafa rennandi vatn i húsunum og hefir bæjarstjórn 1 át- ið rannsaká möguleika fyrir vatns- veitu inni við svokallaðan „Gamla- póst“, og bvggðist sú hugmynd á því, að unnt væri að ná því vatni, sem sígur úr fjallshlíðunum ofar „póstflötunum" og leiða það lieim í bæinn. Sú verkfræðirannsókn, sem kost- að var til, varð árangurslaus, en þar með er ekki málið niður fallið. Á siðasta þingi lét bæjarstjórn þing- mann kjördæmisins leita eftir stvrk lil vatnsrannsókna, sem sýnir það, að hún hefir ekki j’firgefið þá hug- mynd, að revna að ráða bót á vatns- leysinu. Þingið vildi samt i þetta sinn engan styrk veita. Sjóveitan, ætluð til að bæta verk- un fisksins, var byggð árið 1931 og 1932. Sjógeymir, mjög slór, var reistur austan við „Skansinn11 svonefnda. í sambandi við geymi þejma er dælu.stöð niður við sjóinn, er dælir honum upp i geyminn. Úr geymin- um er sjórinn svo leiddur í viðum trépipum vestur i bæinn meðfram Strandveginum, og kvíslast þar álm- ur í öll fiskliúsin til beggja banda. Þannig bafa menn ávallt nægan rennandi sjó til uppþvottar á fisk- intun og til að hreinsa til við fisk- hús sín. Áður urðu menn að sækja sjóinn í blikkfötum eða stömpum og bera hann inn i húsin, þar sem fiskvinnan fer fram. Þegar menn alhuga til saman- burðar á þessu, það hagræði, er fæst fyrir sjóveituna, þ4 sést bezt, hversu þarft mannvirki og ómiss- andi fyrir fiskvinnuna sjóveitan er.

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.