Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Síða 49

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna - 01.02.1938, Síða 49
Þ J () Ð I N ir> var spurð um orsökina, sagðisl hún ælla lil Ilannover, til þess að vera nær elsklmga sínuin. Um þetta varð rifrildi. Faðir llennar kom að sjálfsögðu fram með skýrar og ákveðnar mótbárur, og móðir hennar grét og grátbað dótt- ur sina um að láta ekki tilfinning- arnar vaða með sig í gönur. Faðir hennar þóttist mundi beita lagaleg- um ráðstöfunum, til að koma í veg fyrir þetta, — og í Þýzkalandi, eins og það var fyrir slríð, gátu feður auðveldlega lieft athafnir dætranna á þann lnitt, — en allt kom fyrir ekki. Anna kom i veg fyrir allar aðgerðir hans, með því að stelast hurtu eina nóttina, en hréf skildi hún eftir. Annað veifið skrifaði Anna móð- ur sinni, sem hún nnni auðsjáanlega mjög' mikið. Hún sagðist vera ákaf- lega hamingjusöm, og unnusti henn- ar væri henni allt í öllu. Því næst fluttist Wynanky lil Kölnar. Hvattur af yfirforingja sin- mn, hugðist liann að rétta við fjár- hag sinn með því að flytjast frá dýrari herdeild, sem át upj) öll laun hans og stvrk og fé það, sem hann gat aflað sér Iijá okurkörlum, og fékk þvi stöðu við velfræðingasveit- ina, en í æsku Iiafði hann tekið verkfræðipróf. Hann var gerður að yfirforingja, og fékk þannig hærri laun en útgjöldin voru viðráðanleg. Skömmu siðar andaðisl faðir Iians, og' eldri hróðir hans, sem tók við eignunum, taldi þær svo niður- níddar, að hann þóttist með engu móti geta styrkt ættingja sína. Nú kunna menn að spvrja, hvern- ig á því hafi staðið, að Wynanky giftist ekki ástmev sinni, en að öll- um líkindum hefir hann ekki getað ]>að fjárhagsins vegna. Önnur gat ekki ástæðan verið, því að það er engum efa undirorpið, að þau voru mjög hamingjusöm. * * * Það olli Önnu sárum áhvggjum, þegar Wvnanky játaði það fyrir henni, að fjárhagsörðugleikar lians væru svo miklir, að yfirmaður hans liafði blandað sér i málin. Þessi yf- irforingi var ströngu vanur, og miklu þröngsýnni en foringi hús- aranna, sem tók ekki liörðum hönd- um á gleðilífi liðsforingjanna. Yfir- foringinn ranpsakaði fjárreiður Wynankys,, en hann sknldaði ekki einungis óhemju, sem hann var sið- fer'ðilega tilneyddur að greiða, held- ur voru flestir kaupmenn í horg- inni á eftir lionum með kröfur. Wynanky þráhað vini sína og hróð- ur um lán, en það litla, sem hann fékk með þvi móti, var eins og dropi i liafið. Það kom að þvi, að hann varð að játa það fyrir yfirforingjanum a'ð aðstaða Iians væri með öllu von- laus. Hann var eignalaus og auðsjá- anlega myndi hann neyðast til að yfirgefa hermennskuna og hyrja á öðru, og það liefði hann vafalaust gert, ef að liðsforingi úr herfor- ingjaráðinu hefði ekki komið af hendingu i heimsókn. Yfirforinginn nolaði tækifærið til að kasta nokk- uru af ábvrgðinni vfir á herðar hans og liðsforinginn úr herforingjaráð- inu spurðist fyrir um kosti Iians og

x

Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðin: tímarit sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/1014

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.