Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Síða 12

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Síða 12
298 Frá Austur-Asíu. [Stefnir kemur á vettvang en svo, aS þeir ráði við, þá hörfa þeir undan, því að nóg er landrýmið, og koma svo fram jafnharðan, þegar herinn er á brott farinn. Þetta eykur því stöðugar óeirðir innanlands. 2. Skipulac/ hersins. Kínverjar hafa aldrei getað komið sjer upp föstum og skipulegum ríkisher. Allur her í Kína er herdeildir, sem safnast utan um einn ákveðinn foringja. Hann geldur þeim mála og þeir hlýða honum, og herferð- irnar verða því ekkert annað en róstur milli einstakra manna. Það er líkast ]jví, sem var víða í Ev- rópu á miðöldunum, er ríkir að- aismenn lágu í ættardeilum. Feng hefir um 200.000 menn undir stjórn sinni, og það eru allt hans menn, sem hann hefir sa^nað, og hann borgar kaup, og þeir berjast fyrir hann. Chiang er að nafni til forseti lýðveldisins og honum fylg’ja þjóðernissinnarnir, en hann verður líka að styðjast við einka- her, og sá her er ekki talinn eins góður og her Fengs, þó að hann muni á hinn bóginn vera miklu fjölmennari. Wen telur það mikla ógæfu, ef Feng eða öðrum héraðshöfðingja af líku tægi tækist að vinna sigur á stjórninni, því að þá færi að íorgörðum sá vísir að reglulegu stjórnarfari, sem Chiang og þjóð- ernissinnarnir hafa komið á fót og hangið hefir nokkur ár. En á hinn bóginn er hann hræddur um, að Chiang takist seint eða aldrei að ná tökum á öllu ríkisbákninu. 3. Stjórnarfarið. Stjórnarfarið í Kína er allt á reiki. Þar eru engin grundvallarlög eða stjórn- skipunarlög, og enginn veit því eiginlega, hver er réttur og lög- legur stjórnandi. Menn kunna eng- in ráð til þess að losna á lögleg- an hátt við flokk, sem er orðinn á móti vilja fólksins, né heldur veit flokkurinn nein lögleg ráð til þess að skifta um foringja, þó að hann vildi það feginn. Þetta verður auðvitað til þess að auka stórkostlega glundroðann og rétt- aróvissuna. Það er ekki hægt að stjórna í Kína nema með valdi og harðstjórn, og allir eru í raun og veru jafn „löglegir" stjórn- endur. U. Skortur á sameiginleguvi á- hugamálum. 90% af Kínverjum eru smábændur, sem hafa ekkert áhugamál svo að segja fyrir utan nánasta kunningjahópinn. Sam- gönguleysi og kunnáttuleysi í öll- um viðskiftum gerir það að verk- um, að hver baukar í sínu horni og er sama um allt annað, af því að ekkert annað snertir hans hag. I
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.