Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 22

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 22
308 Ljóslækningar. [Stefnir ara að ná úr fæðunni þeim efn- um, sem líkamanum eru nauð- synleg, svo sem þeim lífrænum söltum, sem nefnd voru. Vöðv- arnir verða sterkari og þolnari. Beinin traustari og öndunin dýpri, svo að lungun geta fært blóðinu meira af súrefni. Sólarljósið og þá sérstaklega hinir ultrafjólubláu geislar eru sá regin kyngikraft- ur, sem heldur öllum efnaskift- um líkamans í fullkomnu jafn- vægi og öllu starfi líffæranna í samræmi og eðlilegri samvinnu. Að vísu þurfa einnig önnur skil- yrði að vera til staðar, svo sem gott og hreint loft, heilnæmt fæði og hæfileg hreyfing. En án sól- arljóss verður allt starf líffær- anna ómögulegt og fer úr skorð- um. Ef þess nýtur ekki við, er líkaminn litlu betur farinn held- ur en bifreið, sem vantar raf- magnsneistann til þess að kveikja í bensíninu. Ef börnin eru svift sólarljósinu, verða þau föl, svip- að og plöntur, sem vaxa í ónógu ljósi. Þeir, sem hafa séð þau börn, sem lifa mest úti undir beru lofti, dökk á hörund af á- hrifum sólarljóssins, og bólgin af lífsþrótti og fjöri, og svo aftur á móti þau börn, sem alist hafa upp í dimmumkjallaraholum, blóð- lítil og fjörlaus, með bogna leggi, af kalkskorti, þeim er ljóst, hvaða áhrif sólarljósið hefir á mann- fólkið. Þar sem skortur er á sól- arljósi, og börn eru veik orðin af beimkröm og blóðleysi og ýmsum fylgikvillum, þá hjálpar hið „kúnstuga" ljós kvartslampans eða kolabogalampinn, ágætlega, Þeir gera blátt áfram kraftaverk á stuttum tíma á þessum vesaling- um, og hjálpa þeim frá því að verða hvíta dauðanum að bráð. Landlæknirinn hefir haldið því fram, að algengum læknum sé ekki trúandi fyrir þessum verk- færum. Þetta nær ekki nokkurri átt. Sannleikurinn er sá, að lamp- ar þeir, sem framleiða ultrafjólu- bláa geisla og jafnframt nokkra hitageisla, eru ómissandi í hverju einasta sjúkrahúsi. Þeir hjálpa í mörgum tilfellum betur en nokk- ur lyf, og þeim lækni, sem ekki er trúandi fyrir þessum ljóstækj- um, er ekki heldur trúandi fyrir því að verða læknir, og annast vanaleg læknisstörf. Brautryðjendur sólarlækninga. N. Finsens naut ekki lengi við, en hann hafði orðið fyrsti braut- ryðjandinn á sviði sólar- og ljós- lækninga, og getið sér ódauðleg- an orðstír. Eftir að hann hafði fært sönnur á hinar læknandi

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.