Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Side 25

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Side 25
Stefnir] Ljóslækningar. 311 kvenna. Jafnvel sumir karlmenn grípa til þeirrar fegrunaraðferðar. Sólböð og ljósböð voru fyrst notuð til þess að lækna berkla- veiki, en þau hafa einnig gefist vel til þess að lækna ýmsa aðra kvilla, svo sem beinkröm. Bein- kröm er orðinn einn af þeim kvill- um, sem er trúr fylgifiskur menn- ingarinnar, og mjög tíður undan- fari berklaveiki hjá börnum og unglingum. Beinkrömin er í sjálfu sér ekki aðeins kalksskortur í bein- um, heldur er henni einnig sam- fara þróttleysi og rýrnun í vöðv- um og blóðleysi, sem kemur einn- ig af skorti kalkefna, fosfor og járnefna. Aðalorsakirnar til þessa kvilla eru rangt matarhæfi og skortur á útivist og sólarljósi. — Kuldabólga í höndum og fótum hefir til skamms tíma verið hvim- leiður kvilli á börnum og ungling- um, sem búa í köldum húsakynn- um. Þessi kvilli stafar að miklu leyti af sömu orsökum og bein- krömin eða á skorti af kalkefn- um í líkamanum. Ljósböð sam- fara bættu fæði ráða vanalega fljótt bót á þessum kvilla. Ljós- böð eru notuð við enn fleiri kvill- um og hafa gefist vel, má til þeirra telja þrálátt kvef og andar- teppu (Asthma), of mikinn blóð- . þrýsting og allskonar truflun á efnaskiftum líkamans. [Frh.]. Flokka- skift- ing í franska þing- inu. hingsalurinn er i hálfhring. Þingmenn sitja eftir flokkum. Flokkarnir eru 14 eins og bókstafirnir sýna, veldur þetta tíðum stjórnarskiftum.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.