Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 28

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 28
314 Hroðalegt ferðalag. [Stefuir rifinn og illa til reika. Þeyttist hann hjálparlaust fram og aftur í ólgandanum. Það var ómögulegt að loka strax fyrir vatnsveituna. Ef henni hefði verið lokað við neðstu lok- una, hlaut það að hafa þær afleið- ingar, að öll vatnsveitan hefði sprungið. En hópur hugrakkra kappa stökk þegar út í ólgandi vatnið. — Það hækkaði óðum í þrónni, en samt tókst þeim að draga manninn hálf dauðan og alveg meðvitundarlausan upp á bakkann. Nokkru síðar fekk hann meðvit- und, og kom þá í ljós að hann hét Jósef Metcalf og var stein- smiður, sem unnið hafði að vatns- veitunni frá því fyrsta. Er hér tekin upp frásögn hans sjálfs um það, hvernig þetta gekk til. „Daginn, sem opna átti vatns- veituna, hafði mér verið falið að halda vörð á stíflugarðinum, við sjálft mynnið á leiðslunni. Átti eg einkum að gæta þess, að eng- ir kæmu þarna of nærri. Garður- inn var háll, og rétt áður en lok- urnar voru opnaðar hafði komið þéttings skúr, svo að ill-stætt var á garðinum fyrir hálku. Á þess- um sama stað var mælir, er sýndi vatnsþrýstinginn, og varð eg að hafa gætur á honum og samtímis á nokkrum innfæddum mönnum, sem voru að koma nær. Eg vissi ekkert fyrri til en eg rann á hálkunni, og á næsta augna- bliki var eg kominn á fleygiferð fram af garðinum. Járnþrep voru fest í múrinn alla leið frá efstu brún niður að leiðslu-mynninu. Þreif eg í eitt þeirra í dauðans ofboði, en ferðin á mér var svo mikil, að eg gat ekki stöðvað mig heldur byltist eg með feikna hraða niður í vatnið þar sem það sogað- ist í ógurlegri hringiðu inn í píp- una. Enginn hafði séð hvað fram fór — það er að segja enginn hvít- ur maður — og þó að einhver hefði séð til mín, þá var engin leið að ná í mig. Til allrar hamingju var pípan ekki alveg full. Það var hér um bil 6 þumlunga bil jfrá yfirborði vatnsins upp að pípuhvelfingunni. Hélt eg mér uppi og lét straum- inn bera mig: En eg kveið fyrir því, er pípurnar tæki að mjókka — ef eg þá lifði svo lengi. Mér var kunnugt um það, að menn þeir, sem gæta áttu að lok- unum á leiðinni, höfðu strangar skipanir um það, að láta pípurnar ekki fyllast alveg, því að þá er

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.