Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 31

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 31
Stefnir] Hvert stefnir heimurinn? 317 smiðurinn tók þá þátt í orustunni engu síður en sá, sem bogann spennti. 1 síðasta ófriði var byrj- að með fallbyssum, sem drógu 18 kílómetra, en í stríðslok drógu fallbyssurnar yfir 100 kílómetra, og auk þess fóru flugvélar hundr- uð kílómetra með dauða og eyð- ing yfir óvininá. Frá fyrstu tím- um hefir hermaðurinn rutt braut- ina. Rómverjar lögðu vegi til þess að geta komið herskörum sínum sem fljótast út um öll lönd. Þess- ir vegir komu svo kaupmönnum og öðrum friðsömum borgurum að gagni. Stálið, sem búið er til á vorum dögum í fallbyssur. og bryndreka, kemur öðrum vélum að góðu. Flugvélarnar voru full- homnaðar á ófriðartímunum, og nú flytja þær póst og farþega. Hergagnasmíðin, ávöxtur óttans, or undirstaða alls iðnaðar. Meðan ófriður vofir yfir, hvessir óttinn hugvit snillinganna. Hve lengi fielzt óttinn? Eins lengi og ófrið- Ur vofir yfir. Þeir tveir, óttinn og ófriðurinn, munu jafn lengi vera við lýði. Þeir verða við lýði með- umbrotin haldast við í sálum ^annanna. Sumir vilja rekja rætur óró- ans i mannheimum til einhverra ^kveðinna skipulagsorsaka, en getur ekki verið rétt. Efnis- hyggjumenn og fylgismenn Marx annarsvegar og þjóðræknissinnar hinsvegar, eru sambornir bræður í því, að vilja kenna ýmiskonar árekstrum og tilviljunum um all- an ófrið. Og þetta kemur náttúr- lega fyrir. En saga mannkynsihs sýnir á hinn bóginn, að menn kunna vel að sneiða hjá illum af- leiðingum af árekstrum, þegar þeir bara vilja. Menn beita öllu hugviti sínu til þess að verða ekki þrælar forlaganna. Rás viðburð- anna er oft breytt með samtök- um manna um það, að afstýra því, sem verða vill. — Nei, sagan sýn- ir fljótt, ef vel er gáð, að stríð mannanna og ófriður stafar af því, að menn vilja það. Það er þeim leikur, barnaleikur, sem sýnir, að mannkynið er á barns- aldri enn. Þessi leikur er mönn- unum jafn eðlilegur — en náttúr- lega ekki jafn óskaðlegur — eins og áflogin eru eðlileg kettlingum. Mönnum er innst inni nokkuð sama, hvort þeir byggja upp eða rífa niður, ef þeir aðeins fá að láta eins og þeir vilja. Og enn- fremur sýnir sagan okkur, að þetta háttalag er beint karl- manns-einkenni. Það er karl- mannsheilinn, sem hefir — með örfáum undantekningum — vald-« ið öllum framförum og öllu hruni

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.