Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Síða 55
Stefnir] •
Ráðsmaður og úlfur.
341
andi hlut að máli. Surnir þeirra
voru í fyrstu hásetar eða dag-
launamenn. Dugnaður og ráð-
deild kom þeim áfram. Þeir hafa
með atorku sinni bætt ástæður al-
mennings og aukið gjaldþol sitt
og annara. Frá þeim stafa marg-
földuð gjöld í bæjarsjóði, sveita-
sjóði og ríkisfjárhirslu. Þeir hafa
aukið getu alþjóðar.
Útgerðarmenn og athafnamenn
í landi voru hafa að lokum skap-
að jarðveg fyrir lýðskrumara, með
því að verða þess valdandi, að
fólkinu fjölgar í bæjum og þorp-
um. Þeir, bolsahöfðingjarnir, lifa
á múgnum þeim. En ef það er
hægt að segja, að nokkrir menn lifi
eða alist á öðrum, eins og fúi í
lifandi trjám, þá eru þessir iðju-
lausu æsingamenn þess háttar fúi
og drep. Sjálfir þeir vinna ekki,
framleiða alls ekki, en grafa
grunninn undan atvinnufyrir-
tækjum með bollaleggingum, sem
eru meira og minna loftkastala-
kenndar. Þeir gera marga menn
hugstola og villa um þá með því
að leggja á hilluna vit og sann-
girni, en hampa hátt æsingum og
gauragangi.
Ef þetta þykir grálega mælt,
vil eg benda á ummæli ærslamann-
anna, til dæmis, eitt atriði eða
svo, því ógerningur er að fara um
allar jarðir þessara vaðals-aska.
Einn bolsi sagði nýlega, að sá
bóndi, sem græddi á búskap,
„hefði stolið frá einhverjum". —
Hann mun hafa bætt við þeirri at-
hugasemd, að jarðnæðið hafi verið
of stórt, úr því að á því mátti
græða, og að sumu leyti tekið frá
þeim, sem vantaði jarðnæði. —
Slíkir og þvílíkir falsspámenn
lifa í landi voru og hljóta brautar-
gengi, svo að furðu sætir.
Nú er það svo, að fjöldi manna
fer frá jarðnæði í sveitum, vegna
þess, hve afar örðugt er að búa.
Ekki þurfa þeir menn að kvarta
um jarðnæðisleysi. En þeir fáu
menn, sem græða á búskap, hagn-
ast þess vegna, að þeir vinna
hlífðarlaust, þeir og konur þeirra,
og börn, fyrir lítið kaup, neita sér
hinsvegar um flest öll þægindi
og nautnir. Ef þessir menn lifa ó-
heiðarlegu lífi, veit eg ekki hvar
á jarðríki ætti að finna drengi-
legt líf.
Uppi-vöðslu-foringjarnir í landi
voru eru sífelt með vopn sín á
lofti yfir og andspænis kaupmönn-
unum. Kaupmenn eru vissulega
of margir í landinu. Ekki þarf all-
an þann fjölda til að miðla varn-
ingi. En ef landslýðurinn á að lifa