Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 57

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 57
Stefnir] Ráðsmaður og úlfur. 343 að eflast af sjálfsdáðum. Hann varar við því, að leggja andlega eign sína á vald fjárhaldsmanns, þ. e. a. s. hann vill ekki hafa ráðs- menn yfir sálunum. Hann segir ennfremur: „pað er meiri mæða að safna maureldum en lýsigulli' ‘. Fiskurinn, sem þarna liggur undir steini, er tvöfaldur í roðinu. Fyrst og fremst á hann við maur- eldi í sjó og í fiski, eða hákarli, lýsigull það, sem hægt er að hafa hendur á, geislamálminn sjálfan. En undir niðri á skáldið við andleg maureldi og andlegt lýsigull. — Maureldi í óeiginlegri merkingu eru þær kenningar, sem eru glóru-bjartar í fljótu bragði, en þó ekki Ijósgjöfular né verm- andi. Andlegt lýsigull táknar heil- ^rigðan sannleika, sem göfgar og lýsir. 3>essi verðmæti eru fágæt. — Maureldi eru í boði hjá falsspá- ^uönnum. Lýsigull er á borði, þeg- ar sannarlegir spámenn birtast. Mennirnir eru misjafnlegamikl- lr Ijósberar og Ijósgjafar. — Mér kemur nú í hug það, sem Jóhann- Jörgensen, danskt skáld, segir 1 bók sinni einni. Hann er að tala Urn falsspámenn og hina, sem eru sPámenn, guðfræðinga og skáld. Hann segir á þá leið, að sumir orðabelgir eigi í vitum sínum týru- ljós, sem líka mætti kalla kertis- skar, sem þeir veifa svo ótt og títt um sig í hring, að úr því sýn- ist verða geislabaugur eða vafur- logi. Svo þykjast þessir menn vera ljósgjafar alþýðu. En reyndar eru þeir aðeins týrumenn. Andans- mennirnir eru vitamenn, sem kynda leiðarljós og varðelda. „pað er meiri mæða að safna maureldum en lýsigulli* ‘. Þeir menn eru tjóngefendur, sem safna maureldum, en hirða ekki um að ná í lýsigullið, handa sér né öðrum. Nú er svo komið í landi voru, að „áhrif lakra miðlungsmanna" liggja á þjóðinni eins og mara. Miðlungarnir ráða nú lögum og lofum í landinu. Meðan þeir voru að ginna fólkið eins og þursa, lofuðu þeir réttarbótum, en þeir hafa haft í frammi rangsleitni. Þeir lofuðu sparnaði. En hafa aukið eyðslu. Þeir lofuðu lögspeki. En hafa beitt lögbrotum. Þeir lofuðu lækkun skatta. En þeir hafa haft ólöglegan og auk- inn handagang í öskju ríkisfjár- hirzlunnar. Þeir lofuðu að gefa þjóðinni

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.