Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Side 59

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Side 59
Stefnir] Ráðsmaður og úlfur. 345 ur bændanna, sem flúðu afskifta- semi Haralds hárfagra og harð- stjórn hans, væru með því mark- inu brenndir, að vilja vera sjálf- ráðir á sinni jörð. En nú vofir yf- ir þeim sá slettirekuháttur, sem vill taka af þeim skilyrði sjálfræð- is. Bolsarnir vilja hefta þá og þrengja að kosti þeirra á ýmsar lundir, á svipaðan hátt, sem gert er í Rússlandi. Sú kollhúfa, sem undir býr, sú ráðsmennska, er lætur það opinbera búa á landinu fyrir ríkið, sýnist meinleysisleg í fljótu bragði. En þegar að er gætt, kemur í ljós, að ú opinberum bú- görðum er styttri vinnutími en hjá bændum og þó hærra kaup, af því að lengi er hægt að flytja fé úr einum vasa í annan. Kemur það í Ijós, að slíkur búskapur skaðar náttúrlégan búskap. Eg drep á þetta, af því að sú uppástunga hefir komið í einu bolsablaði, að það opinbera ætti að búa í sveit, reyna það. Bent var á búskapinn á Vífilsstöðum til sannindamerkis um gott dæmi þpinberrar ráðsmennsku. Ekki hefi eg séð þá búreikn- inga. En gerum ráð fyrir, að þeir séu álitlegir. Þá er að líta á skilyrðin. Enginn flutningskostnaður ieggst á mjólkina. Markaðurinn er vís. Og þegar þetta dæmi var sett upp, var verkamannakaup svipað því sem nú er, en mjólk- urverðið hér um bil helmingi hærra, en nú fæst fyrir mjólk víð- ast hvar á landinu. Sú misfella er meira en nóg, til að kollvarpa dæminu. Hvaða skilyrði hefir það opin- bera til að búa betur í sveit, eða jafnvel, en bændur? Vill fólkið vinna fyrir lægra kaup hjá því? ?Æundu ráðsmaður og ráðskona verða lítillátari í þjóðarbúi en í sjálfsbúi. Mundi fólkið vinna bet- ur? Bændur vinna sjálfir eins og fólkið, slíkt hið sama húsfreyj- ur. Ráðsmenn og ráðskonur, vilja lítið vinna, heldur aðeins sjá um. Og hvað hefir reynslan hér í landi sagt um opinberan búskap? — Hún segir þetta: Náma var starfrækt að tilstuðl- an þess opinbera, jarðepli rækt- uð, svörður tekinn upp, kúabú sett á laggirnar. Allsstaðar hefir gengið illa og crðið að fjurmissi, tapi. Ef menn vilja vita um stað- ina, eru þeir auðnefndir, Tjörness- náman, jarðeplaræktin á Kjalar- nesi, svarðartekjan við Reykja- vík, kúabú ísfirðinga. Mundi þá búskapur þess opinbera í sveit verða betur til reika. Þeir sem því trúa, eru annað hvort einfeldning-

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.