Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 63

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 63
Stefnir] RáSsmaður og úlfur. 349 lang-ir um of, kauphallarbraskarar og þeir, sem keyra í dróma-hringi atviimuvegi og framleiðslu. Það gengur svo, að hávar öld- ur verða á stórum höfum. Og í stórum mannfélögum verða átök- in mikil og töflin stórkarlaleg. Miklir atburðir munu jafnan verða í þjóðlöndunum, hvernig sem lög- íijöfin reynir að skorða alt með skipulagi. Manneðlið breytist ekki, J>ó skift sé um flokkanöfn. Bolsa- forkólfar eru engu síður gráðugir í völd og fé en konungasinnar eða auðmenn, og grimmir eru bolsar, engu síður en hinir, og sjá ekki í að hella niður mannsblóði, ef afhöfðun eða henging getur orðið þeim til fjár eða frama. St. G. St. segir í kvæðinu Kveld, sem eg hefi áður vitnað í í þessu máli: villunótt mannkyns um veglausa jörð evo voðalöng orðin mér finnst, sem framfaraskíman sé skröksaga ein skuggarnir enn liafi ei þynnst; bví jafnvel í fornöld s k e i n huguv eins liátt, °g hvar er þá nokkuð, sem vinnst f1 Þarna er mælikvarðinn, að hug- Ur mannsins skíni, ljómi, að af honum leggi birtu. Þá leggur sól- skin af huga mannsins, er sann- girni er sýnd og henni beitt. Stjórpmálaflokkar, sem láta mest yfir sér og gemsa mest, eru snauðir af sanngirni. Foringjum slíkra flokka fer illa að gera pílagrímsferð að leiði Klettafjalla- skáldsins. Sú alda gengur nú yfir land vort, að hafa ráðsmenn á hverju strái, svo að segja. Hlutdræg stjórn fær með því móti tæki- færi til að koma sínum mönnum á framfæri í öllum áttum og kúga undir sig þorra manna. Alþýðu- leiðtogarnir bæla undir sig sína fylgifiska í þorpunum, með harðri hendi. En í sveitunum er Fram- sóknin svokallaða á ferðinni — úlfsbleyða undir sauðargæru. í sveitunum er unnið að því, eftir fyrirskipunum, að engir verði kosnir í hreppsnefnd, auk heldur hærri stöður, aðrir en Framsókn- armenn. Slík og þvílík ráðsmenska á að koppsetja allan almenning þjóðar vorrar. Að því er stefnt frá hálfu ofbeldis og undir- hyggju, að gera úlfana að ráðs- mönnum, en alþýðu að fórnardýri, á altari flokksstjórna. Guðmundur Friðjónsson.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.