Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Side 64
GERSEMAR SVEITAÞORPSINS.
Eftir I. M. Sick.
I Suður-Tíról er dalverpi eitt,
með háum og hrikalegum fjöllum
á báðar hliðar. — Eftir dalnum
rennur á. Og við ána liggur þorp.
Og í þorpinu er kirkja, með hárri
rauðmálaðri turnspíru.
En ekkert af þessu er í frá-
sögur færandi, og þú munt segja
sem svo, að í því góða landi, Tír-
ól, muni vera margir slíkir dalir,
mörg þorp við ár og margir
kirkjuturnar.
Enda er það svo. En þetta þorp
við ána er þó að nokkru leyti sér-
stakt í sinni röð.
Ekki vegna þess, að stórt kross-
mark er við veginn, þar sem
hann beygir inn í þorpið, og lít-
ið bænhús með næturljósum við
vegamótin. Ekki vegna þess, að
hinn helgi Antóníus frá Padúa er
málaður á annan húsgaflinn, en
Martínus hinn helgi á hinn, í
skrúðgrænni kápu. Ekki vegna
þess, að á öllum hvítu húsunum
eru veggsvalir úr tré, og í öllum
gluggum útsprungnar rósir. Og
ekki vegna þess, að öldungarnir
í þorpinu setjast um sólarlag á
bekki fyrir dýrum úti og reykja
stuttpípur, en ungu mennirnir
með strýtuhatta á höfði reka heim
geitur og gula uxa, og stúlkur með
stríðkembt og gljáandi hár bera
vatn úr brunninum mikla. Og
ekki heldur vegna þess, að þar
er klukkum hringt seint og
snemma, af því að þá er helgidag-
ur, eða hann er nýliðinn eða í
vændum. Og enn sízt vegna þess,
að þar eru vínekrur við fjallsræt-
urnar milli kastaníutrjánna
nokkru ofar í hlíðinni.
Því að þessu leyti svipar öllum
þorpunum saman. Það er allt ann-
að, sem skilur.
Gangirðu um þorpið um sól-
arlagsbil, þegar kvöldklukkan er
að þagna, og tyllir þér á bekk
hjá einhverjum gamla öldungn-