Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Side 65
Stefnir]
Gersemar sveitaþorpsins.
351
um og gefir þig á tal við hann,
meðan áin niðar undir, alvarlega
og tilbreytingarlaust, sem væri
hún að tala við sjálfa sig, þá
muntu fá að heyra, hvað það er.
Einkum ef þú getur komið því að
í viðræðunni, að þú eigir sjálfur
heima í fjallalausu landi. Þá vex
þú svo í augum hans, að honum
kemur ekki til hugar, að velja
sér algengt umtalsefni, heldur
mun han formálalaust víkja að
gersemum sveitaþorpsins.
Þær eru tvær. Og verður hvor-
ug metin til f jár.
önnur þeirra er í kirkjunni.
I3að er sjálf Guðsmóðirin, rekin
úr ánni. Hin er í veglegasta og
hvítasta húsinu í þorpinu. Og
það er kona.
Guðsmóðirin flóðborna stendur
uPPi yfir háaltarinu. Hún er tegld
úr tré, dökkbrún á lit, og sést
ekki nema niður að knjáliðum.
Hún er sem sé fótalaus, og þarf
þeirra heldur ekki með. Hún er
mfinlega borin — af fjórum
mönnum. Á tyllidögum umhverfis
kirkjugarðinn, en á stórhátíðum
í kring um allt þorpið.
En það, sem er einkennilegast
Vlð hana — segir öldungurinn —
er bað, hvernig hún er hingað
komin.
Hað var um haustnótt. Þrum-
prnar hvinu í fjallinu, því að
hraunflóð æddi niður hlíðina, og
áin dunaði undir og beljaði langt
upp á bakka, svo að þorpinu var
voði búinn á báðar hliðar .. .
Alla nóttina var kirkjuklukk-
unum hringt, og allir báðu einum
TÓmi hina heilögu móður um
vernd gegn ógnum fjallsins og
æðisgangi árinnar.
Þegar dagur rann, kom það í
Ijós, að skriðan hafði fallið sunn-
an við þorpið. Húsin voru ósltödd-
uð og vínekrurnar sömuleiðis. Og
vatnsmagnið í ánni sjatnað.
En á bakkanum lá trélíknésk-
ið mikla, rennvott og gljáði á það
í sólskininu. Guðsmóðirin hafði
komið sjálf í voðaveðrinu um nótt
ina ofan ána, til að bjarga þorp-
inu. Og ekki aðeins í það eina
skifti, heldur hefir það verið svo
jafnan síðan, er hún hóf hendur
sínar yfir þorpið frá háaltarinu
í kirkjunni, að hraunflóðið hefir
fállið utan við þorpið, og áin að-
eins hjalað eins og barn, sem verið
er að svæfa.
Svo að nú geta þorpsbúar ör-
uggir reist sér hús alveg uppi
undir fjalli og neðst niðri á ár-
bakka.
— Hin gersemin — segir öld%
ungurinn, um leið og hann lætur
á ný í stuttu pípuna sína — er