Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 71

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Page 71
Stefnir] þrútinn í andliti — af víni — sól- arhita — eða geðofsa —? Anna Resí lítur á hann — og sennilega bregður henni nokkuð, en stendur þó kyr við sáinn stóra, °g hellir í hann vínberjunum úr Pokanum — hægt og gætilega sem áður. „Ert þú þarna, Luigi?“ segir hún hátt og stillilega. Stúlkan, seni úti var í garðinum, heyrði til hennar. „J4“, svarar hann snöggt og í skjálfandi róm. „Eg er hér. Og eg er þyrstur-------þyrstur!“ „Ertu það?“ segir hún, tekur vínberjaskúf upp úr sánuin og féttir honum. Hann kreistir berin í hnefa sín- nm svo fast, að lögurinn spýtist nt um greiparnar. Síðan fleygir hann þeim fyrir fætur henni, traðkar á þeim og hlær óðslega. „Þannig fer þú með mig“, seg- lr hann. „Eg er ekki til annars hæfur, en að ganga á mér — eða er ekki svo? .... Eg hefi lagt hjarta mitt fyrir fætur þér, og þú hefir traðkað á því — frá því fyrsta að eg kom hingað — unz skór þínir eru orðnir rauðir sem ]óð .... Og þú hefir kreist úr þyí hvern blóðdropa! Þú veizt það Víst vel, Anna Resí ...‘. En nú shal því vera lokið! Eg er þyrstur, 357 hefi eg sagt þér! En ekki í vænu. vínberin þín .... í varir þínar þyrstir mig, Anna Resí! .... Og svo sannarlega sem sólin er rauð í kvöld, skal eg kyssa þær rauð- ar — og svo lengi sem eg vil — sem lengi sem eg vil!“ Hún gengur fast að honum og réttir út hendina, sem hún heldur um sigðina. Því að hún er hvergi smeik, hún Anna Resí. „Vík til hliðar“, segir hún. „Þú ert drukkinn — og veizt ekki hvað þú segir. Þú ert fátækur og um- komulaus, og fyrir þá sök hefi eg ekki viljað amast við þér. En gæt vel orða þinna, það segi eg þér! Því að með einu orði get eg kom- ið þér veg allrar veraldar!“ „Rétt er það“, segir hann og hlær snúðugt. „Þú getur látið reka mig burtu eins og hund — það geturðu! En muna skaltu eftir mér, Anna Resí! — það skaltu!" „Vík frá mér“, segir hún, og réttir aftur út hendina — með drotningar-myndugleik. En þá slær hann sigðina úr hendi hennar, vefur fast um hana báðum höndum og ber hana eins og lamb langt inn í hlöðuna. Stúlkan kallar á hjálp, og í sama bili eru húskarlarnir komn- ir. — Þeir ryðjast inn í hlöðudyrnar, Gersemar sveitaþorpsins.

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.