Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.08.1930, Blaðsíða 72
358
Gersemar sveitaþorpsins.
[Stefnir
og þegar inn kemur, stendur hinn
velski þar með Önnu Resí í faðm-
-’im. Hún er náföl og með augun
lokuð. En varirnar rauðar sem
blóð. Enda drýpur blóð af þeim.
Hann er líka litverptur og star-
ir villtu augn,aráði á þá, er að
koma, eins og hann viti ekki deili
á þeim......
Þeir þrífa hana af honum og
taka óþyrmilega til hans. Eg veit
ekki, hvað þeir hefðu viljað við
hann gera, segir öldungurinn. Því
að hún var heilög í augum þeirra
allra.
En þá kvað hún hafa rankað
við sér og mælt: „Látið hann fara
-— látið hann fara“ — en síðan
fallið í ómegin.
Þá slepptu þeir honum, og fóru
að stumra yfir henni.
Og hann fór — eins og hann
stóð, berhöfðaður og allslaus.
Það sást síðast til hans úr
þorpinu, að hann ráfaði lengi með
ánni — eins og sá, er gengur í
svefni — unz hann hvarf út í
rökkurmóðuna ....
Og gott var það fyrir hann, að
hann kom ekki aftur — „því að
mér heilum og lifandi skyldi hann
verða grýttur út úr þorpinu!“
sagði Pétur Melzer. Og sennilegt
er það, að hann hafi ekki skort
skap til þess, hann Pétur gamla!
Það var ekki honum að þakka,
að hundum var ekki sigað á hvern
einasta velskan ferðalang, sem
hér bar að garði upp frá því. Það
var Anna Resí, er því fékk af-
stýrt: „Ekki skal þeim mein gera
nú, frekar en áður“, mælti hún,
„því að ekki er sökin þeirra“.
Hún lá í hitasótt svo vikum
skifti. Og það var ekki heldur
nein furða — eftir slíka skelfing-
ar-meðferð! Og mælt var, að þá
hefði hún sjálf viljað fara að ráð-
um prestsins og hverfa til hinna
heilögu í klaustrinu. Því að hún
var orðin mædd á vonzku þessa
heims.
En Pétur grét við rúm hennar
og bað hana að fresta því áformi,
þangað til hann væri til moldar
genginn. Og svo varð hún kyr.
— Allir þorpsbúar viknuðu, er
þeir sáu þau leiðast til kirkju
næsta skáfti. Aldrei hafði hún
verið þeim jafn kær og nú. Já,
hún var eins og áður, yndi og eft-
irlæti föður síns og allra þorpð-
búanna.
Dul var hún orðin og alvörugef-
in *— enda hafði hún löngum ver-
ið það — og aldrei kom það fyrir,
að henni stykki bros. En kjark-
mikil var hún sem fyr, ráðsnjöll
og raungóð.
Það voru þær tvær, Guðsmóð-