Sagnir - 01.04.1981, Blaðsíða 16
14
Þetta er afar mikill og væntan-
lega marktækur munur á_ yali grunn-
skólanemenda á kjörsviðum í 9„ bekk„
Augljóst er að staða raungreina í
grunnskólanum er mun sterkari en
staða samfélagsfræðinnar. Þeir nem-
endur sem bestum heildarárangri ná
velja sér undantekningalítið raun-
greinakjörsvið í 9. bekk. Margir
Hlutfallsleg dreifing nemenda eftir
einkunnum og vali a kjörsviCum.
□
SamfélagsfræCi
Raungreinar
þeirra taka samfélagsfræði líka.
Hugsanleg skýring á því hve stór
hopur nemenda með meðaleinkunnina 8
og þar yfir sleppir samfélagsfræði
algerlega er að þær greinar njóti
ekki sama álits og raungreinar, t.d»
sem undirstaða framhaldsnáms eða
sem hagnýtt viðfangsefni.
Þá er talið auðveldara fyrir
"slakan" nemanda að fá einkunn sem
dugar til framhaldsnáms með því að
læra samfélagsfræði fremur en raun-
greinar og sagðist einn skólastjór-
anna sem talað var við ráðleggja
nemendum með lélega stærðfræðieink-
unn í 8. bekk að velja samfélags-
fræði. Hvers vegna er þá auðveld-
ara að ná góðri einkunn í samfél-
agsfræði en í raungreinum? Við
teljum að ein ástæðan og e.t.v. sú
veigamesta sé að minni kröfur séu
gerðar. I þessu sambandi má einnig
benda á að endurskoðun námsefnis ef
skemmra á veg komin í samfélags-
fræði en í raungreinum.
Eins annmarka verður að geta.
Við þekkjum ekki sögu- og landa-
fræðieinkunnir "lakasta" námsfólks-
ins í 8. bekk. Þær kunna að vera
háar þótt einkunnir í málum og
stærðfræði séu lágar. Sé hins vegaJ'
rétt að minni kröfur séu gerðar í
samfélagsfræði í 9. bekk en í raun-
greinum má telja vafalaust að þetta
eigi við um 8. bekk einnig. Auk
þess dugar þessi skýring ekki til
að svara spurningunni hvers vegna
"góðir" nemendur sleppa fremur sam-
félagsfræðinni.
Lokaorff
Markmið þessarar greinar er að
hvetja áhugafólk um sögu til þess
að láta sig sögunám og sögukennslu
í grunnskólum einhverju varða. NÚ-
verandi námsefni í sögu er bundið
við fornaldar- og miðaldasögu í 8.
bekk og 19. aldar sögu í 9. bekk.
Hætt er við að einkum 8. bekkjar
námsefnið hafi sérlega litla skír-
lleiml ld Ir:
1. Aðalnámskrá grunnské1a -
Almennur hlutí. RcykjavTk,
Menntamálaráðuneytið, 1976.
2. Aðalnámskrá grunnskóla - Sam-
félagsfrægi. Reykjavík, Mennta-
málaráðuney tið, 1977.
3. Könnun á námsaðgreinini;u í
íslenska grunnskólanum. Verk-
efni unnið af 9 nemendur í náin-
skotun til 14 ára barns. Hvernig
getur nám um orsakasamhengi þjóð-
félagsþrounar haft sæmilega skilj-
anlegan tilgang í augum þess? Hef
ur það einhvern tilgang að fólk
viti eitthvað um það?
Þessum spurningum verður ekki
svarað hér heldur varpað til ykkar
lesendur góðir.
skeiðinu 10.03.07 Námshœfni og
námsaðgreining sem kennt var í
Félagsvísindade i ld llí haustið
1978. Fjölrit. Höfundar: Anna
ósk Völundn''dóttir, Bragi Guð-
mundsson, Guðríður ólafsdóttir,
Gyða Ragnarsdóttir, Ingólfur á.
jóhannesson, Jóhanna 'nlíusdótt-
ir, Margrét Theódórsduttir,
Steinunn Helgadóttir og Steinþór
Þráinsson.