Sagnir


Sagnir - 01.04.1981, Page 31

Sagnir - 01.04.1981, Page 31
29 hliSstætt því að framúrstefnubók- menntir einnar kynslóðar setja oft mark sitt á afþreyingarbók- menntir þeirrar næstu. í þriðja lagi mótast alþýðleg fræðimennska sjálfsagt að ein- hverju leyti af því að hún þarf að^standa sig á bókamarkaði. Há- skólamenn skrifa bækur á launum eða styrkjum og gera sér sjaldn- ast vonir um að selja þær fyrir kostnaði. Sumir alþýðufræðimenn skrifa líka fyrir vettvang sem er á eins konar almannaframfærslu, t.d. átthagatímarit eða útvarp. En vilji leikmenn gefa út bækur verða þær að vera söluvara. Það er kannski þetta sem t.d. grein- ir fslandssögurit Þorsteins Thor- arensen frá lærðri sögu. Hann verður undir drep að kreista eitthvað spennandi, stórfeng- legt eða hneykslanlegt út úr söguefni sínu, en á hinn bóginn gera lesendur hans ekki strangar kröfur um tilvísanir til heimilda. Hvað er það þá sem einkum að- greinir framleiðslu leikra og Iserðra í greininni einmitt nú? 5ar blasir við ýmiss konar munur a tækni, t.d. við að vísa til heimilda. Og svo þverstæðukennt sem það er sýna þeir lærðu þar eiglnlega alþýðlegra viðhorf til lesenda sinna en alþýðumennirnir. Haskólamenn setja sér að jafnaði að rökstyðja hverja staðhæfingu, i'.a. með því að vísa til heim- ilda, og gefa lesendum þannig tækifæri til að ganga úr skugga um að rétt sé farið með. Alþýð- legir fræðimenn setja sig fremur a svo háan hest að ætlast til að °r3 þeirra séu tekin trúanleg ar> þess að þeir finni þeim stað. ~ “g læt^lesendum eftir að ieita skýringa á þessu. Þá er sjálfsagt í heildina hokkur munur á heimildamati. iþyðlegir fræðimenn treysta SJarnan á heimildir sem háskóla- menn hafna sem óáreiðnlegum. essi^munur stafar líklega mest a* t>Vl að háskólamenn hafa verið a° herða kröfur sínar til heim- 1 danna síðustu áratugi. Alþýðu- enn eru þar kannski bara kyn- sioð a eftir. Meginmunurinn er þó líklega sá að lærðir sagnfræðingar stefna að hærra alhæfingarstigi en al- þýðumenn, þeir hafa áhuga á stærri heildum í sögunni. Hér getum við hugsað okkur tvo and- stæða póla. Annars vegar eru Þættir um Einkennilega Menn þar sem hver maður nýtur virðingar sem einstaklingur og ekki er stefnt meðvitað að því að hann standi fyrir neitt annað. Því einkennilegri sem maðurinn er, því betra. Hins vegar er hag- saga síðustu áratuga þar sem fólk kemur varla fyrir nema í tölum eða módelum og reynt er að sniðganga öll í'rávik frá normal- manneskju viðkomandi staðar, tímabils eða stéttar. Svotil allir söguritarar, lærðir og leikir, skrifa verk sín einhvers staðar á milli þessara póla, en alþýðumennirnir eru nær þeim fyrrtalda, háskólamennirnir nær þeim síðartalda. Alþýðlega sagan er auðveldara lestrar- efni, hin gefur meira af sér ef maður hefur tíma og kunnáttu til að setja sig inn í hana. Þannig vona ég að hver hafi nokkuð til síns ágætis. En góð saga er að mínu viti sú ein sem leitast við að brúa þetta bil milli þess einstaka, sérkenni- lega og persónulega annars vegar og þess algilda og sammannlega hins vegar. Við annan enda sagn- fræðinnar standa Jóhann beri og Jón almáttugi, við hinn Homo oeconomicus og Homo sociologicus. Verkefni sagnfræðinga er að leiða þá saman. (Heimild: Halldór Laxness: Heimsljós II. Þriðja út- gáfa (Rv.1967), 15-16, 47-48, 118-119.)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.