Sagnir - 01.04.1981, Page 31
29
hliSstætt því að framúrstefnubók-
menntir einnar kynslóðar setja
oft mark sitt á afþreyingarbók-
menntir þeirrar næstu.
í þriðja lagi mótast alþýðleg
fræðimennska sjálfsagt að ein-
hverju leyti af því að hún þarf
að^standa sig á bókamarkaði. Há-
skólamenn skrifa bækur á launum
eða styrkjum og gera sér sjaldn-
ast vonir um að selja þær fyrir
kostnaði. Sumir alþýðufræðimenn
skrifa líka fyrir vettvang sem
er á eins konar almannaframfærslu,
t.d. átthagatímarit eða útvarp.
En vilji leikmenn gefa út bækur
verða þær að vera söluvara. Það
er kannski þetta sem t.d. grein-
ir fslandssögurit Þorsteins Thor-
arensen frá lærðri sögu. Hann
verður undir drep að kreista
eitthvað spennandi, stórfeng-
legt eða hneykslanlegt út úr
söguefni sínu, en á hinn bóginn
gera lesendur hans ekki strangar
kröfur um tilvísanir til heimilda.
Hvað er það þá sem einkum að-
greinir framleiðslu leikra og
Iserðra í greininni einmitt nú?
5ar blasir við ýmiss konar munur
a tækni, t.d. við að vísa til
heimilda. Og svo þverstæðukennt
sem það er sýna þeir lærðu þar
eiglnlega alþýðlegra viðhorf til
lesenda sinna en alþýðumennirnir.
Haskólamenn setja sér að jafnaði
að rökstyðja hverja staðhæfingu,
i'.a. með því að vísa til heim-
ilda, og gefa lesendum þannig
tækifæri til að ganga úr skugga
um að rétt sé farið með. Alþýð-
legir fræðimenn setja sig fremur
a svo háan hest að ætlast til að
°r3 þeirra séu tekin trúanleg
ar> þess að þeir finni þeim stað.
~ “g læt^lesendum eftir að
ieita skýringa á þessu.
Þá er sjálfsagt í heildina
hokkur munur á heimildamati.
iþyðlegir fræðimenn treysta
SJarnan á heimildir sem háskóla-
menn hafna sem óáreiðnlegum.
essi^munur stafar líklega mest
a* t>Vl að háskólamenn hafa verið
a° herða kröfur sínar til heim-
1 danna síðustu áratugi. Alþýðu-
enn eru þar kannski bara kyn-
sioð a eftir.
Meginmunurinn er þó líklega
sá að lærðir sagnfræðingar stefna
að hærra alhæfingarstigi en al-
þýðumenn, þeir hafa áhuga á
stærri heildum í sögunni. Hér
getum við hugsað okkur tvo and-
stæða póla. Annars vegar eru
Þættir um Einkennilega Menn þar
sem hver maður nýtur virðingar
sem einstaklingur og ekki er
stefnt meðvitað að því að hann
standi fyrir neitt annað. Því
einkennilegri sem maðurinn er,
því betra. Hins vegar er hag-
saga síðustu áratuga þar sem
fólk kemur varla fyrir nema í
tölum eða módelum og reynt er að
sniðganga öll í'rávik frá normal-
manneskju viðkomandi staðar,
tímabils eða stéttar. Svotil
allir söguritarar, lærðir og
leikir, skrifa verk sín einhvers
staðar á milli þessara póla, en
alþýðumennirnir eru nær þeim
fyrrtalda, háskólamennirnir nær
þeim síðartalda. Alþýðlega
sagan er auðveldara lestrar-
efni, hin gefur meira af sér ef
maður hefur tíma og kunnáttu
til að setja sig inn í hana.
Þannig vona ég að hver hafi
nokkuð til síns ágætis. En góð
saga er að mínu viti sú ein sem
leitast við að brúa þetta bil
milli þess einstaka, sérkenni-
lega og persónulega annars vegar
og þess algilda og sammannlega
hins vegar. Við annan enda sagn-
fræðinnar standa Jóhann beri og
Jón almáttugi, við hinn Homo
oeconomicus og Homo sociologicus.
Verkefni sagnfræðinga er að
leiða þá saman.
(Heimild: Halldór Laxness:
Heimsljós II. Þriðja út-
gáfa (Rv.1967), 15-16, 47-48,
118-119.)