Sagnir - 01.04.1981, Síða 57
55
Gunnar Karlsson:
Oraumórar um samþættingu
imgangsfræói og sögu
Vi3 kennslu í inngangsfræði
sagnfræði á undanförnum árum
hefur mér þrásinnis fundist
bagalegt hvað þátttakendur hafa
litla sameiginlega þekkingu í
sögu. Það er ómögulegt að kenna
aðferðir og tækni án þess að
taka dæmi af sögulegum fyrirbær-
um og láta vinna verkefni í raun-
verulegri sögu. En þátttakendur
eru að fást við gerólíka hluti
í öðrum námskeiðum, og hvergi
er hægt að ganga að vísri sam-
eiginlegri þekkingu hjá þeim
öllum né láta dæmin og verkefnin
í inngangsfræðikennslunni vinna
skipulega með þekkingaröflun í
sögunni. Við kennslu í sögu-
þáttum hef ég á hinn bóginn
iðulega verið í vafa um hvað ég
setti að gera við efnið í tímum
eða leggja fyrir nemendur að gera
við það utan tíma. Námsskipulag
okkar gerir ráð fyrir ferns konar
meðferð efnis, lestri námsefnis,
fyr irlestrum, umræðum og rit-
gerðum. Allt geta þetta verið
góðar námsaðferðir, sumar lík-
lega ómissandi. En þótt þær séu
fyrirskipaðar, gefur það kenn-
urum takmarkaða leiðbeiningu
Uni hvað þeir eigi að gera annað
en að stjórna þekkingarsöfnun.
Það hindrar t.d. ekki að allir
kennarar séu sífellt að hamra á
sómu atriðunum í vinnubrögðum
en önnur jafnnauðsynleg verði
utundan með öllu.
Reynsla mín er semsagt sú að
aðferðafræðikennsluna skorti
efni og efniskennsluna skorti
aðferðir. Við höfum skilið
þetta tvennt að, sett hvort í sína
skúffu í kennslunni, og ég ótt-
ast að fáir nemendur séu svo
klókir að þeir tengi það saman
í starfi sínu upp á eigin spýtur.
Kannast einhver við að hafa not-
að við samningu ritgerðar eitthvað
sem hann/hún hefur lært í bók
Siverts Langholm, Historisk
rekonstruksjon og begrunnelse,
eða í What is History? eftir
E.H. Carr? Aðferð er auðvitað
dauð og ónýt nema hún sé aðferð
til að beita henni á eitthvert
efni, og efni er einskis virði
nema við kunnum einhverjar að-
ferðir til að meðhöndla það.
Af þessum sökum hefur farið
að leita á mig að rétt væri að
samþætta aðferðafræðikennsluna
og kjarnaþættina í sögu. Þetta
mætti gera á ýmsa vegu. en ég
kýs að setja hér upp ákveðið
dæmi til þess að gera skiljan-
legra hvað ég hef í huga.
Mannkynssaga 1 (-1500) væri
tengd við athuganir á sagnfræði-
legum rannsóknarferli frá heim-
ildum til grunnlýsinga og grunn-
lýsingum til heildarlýsinga (og
heildarheimildum til heildarlýs-
inga). A námsskrá væri aðferða-
fræðilegt efni um þetta (t.d.
k'aflarnir Begrunnelse af elemen-
tære beskrivelser og Begrunnelse
af sammenfattenda beskrivelser í
bók Langholms). Síðan væri náms-
efni um mannkynssögu fornaldar
og miðalda valið og rýnt með
þessa hluti í huga.