Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Side 9

Sagnir - 01.04.1986, Side 9
friður Sturlungaaldar er óefað sá mesti sem íslendingar hafa háð fyrr og síðar. Sést það best á því að herflokkar þess tíma voru langtum stærri en þeir sem síðar hafa birst. Fyrir Sturlungaöld (sem oftast er talin byrja um 1220) höfðu að vísu sést herflokkar sem voru álíka stórir. Þeir urðu þó aldrei jafn algeng sjón og á meðan ófriðurinn stóð sem hæst frá miðjum 4. áratug 13. aldar fram um 1260. Þá var það næstum árlegur við- burður að herflokkar færu með ófriði milli héraða. Stundum voru i herjunum 1000 menn eða fleiri á fyrri hluta Sturlunga- aldar, jafnvel þótt þeim væri safnað úr litlum héruðum. Af stærðinni einni saman er augljóst að hér voru engir atvinnuherir á ferð heldur vopnaður almúgi. Þetta átti þó eftir að breytast en viðfangsefni þessarar greinar er einmitt að athuga þá breytingu. „Kom þar skjótt saman lið mikit.“ Fyrir 1250 virðast höfðingjar sjaldan eiga í vandræðum með að safna liði og er Sturlunga oftast þögul um hvernig það gekk fyrir sig. Þó er getið um liðsöfnun Gissurar Þorvaldssonar fyrir Örlygsstaðabardaga 1238 enda mun hún hafa verið óvenjulega kræf. „Var svá gerla eftir farit, at allir menn fóru, þeir er herfærir þóttu vera. Kom þar skjótt saman liö mikit."1 Gissur hefur sennilega haft nær 1000 menn úr héraði sínu, Árnesþingi, þegar hann fór norður svo að fáir hafa setið eftir enda var Gissur mjög á verði gegn liðhlaupum: „Gizurr reið síðast ok skyldi geyma, at engir hrökktist aftr.“z Annars munu liðhlaup hafa verið fremur fátíð. Á fyrri hluta Sturlungaaldar var al- gengast að hver höfðingi hefði um 500-700 menn í meiriháttar herferð- um þó að stærri herir kæmu fyrir. Sem dæmi má taka að í bardaganum á Flaugsnesi 1246 voru í liði Þórðar kakala Sighvatssonar nær 600 menn og Brandur Kolbeinsson, andstæð- ingur hans, hafði um 700.3 Hafa verð- ur í huga að mikill liðsafnaður endaði ekki nema stöku sinnum í stórbar- daga, þannig að herir voru miklu al- gengari en fjöldi bardaga gefur til kynna. Átímabilinu 1237-1246 voru háðir fjórir stórbardagar á íslandi. Þeir voru: Bæjarbardagi 1237, Örlygs- staðabardagi 1238, Flóabardagi 1244 og Haugsnesbardagi 1246. Eftir 1250 er aðeins háður einn stórbar- dagi, þ. e. Þverárbardagi 1255 og var hann þó sýnu fámennari en hinir fyrri, ekki nema 200-300 menn í hvoru liði. Þetta endurspeglar þá breytingu sem varð á hernaði er hann hófst aft- ur1252. Stórherir hverfa Sturlungaöld skiptist nokkuð greini- lega í tvo hluta, fyrir og eftir það hlé sem varð á ófriðnum frá 1246 til 1252 en það fellur að mestu saman við valdatíma Þórðar kakala Sighvats- sonar. Eftir hléið voru herirnir oftast miklu minni en áður þótt valdabaráttan væri ekki síður áköf. Að vísu birtast stöku sinnum stórir herir en það gerðist þó miklu sjaldnar en áður. Árið 1254 kom rúmlega 700 manna flokkur til Skagafjarðar en gæta verður að því að það þurfti sex höfðingja til að safna því liði.4 Gissuri Þorvaldssyni tókst einnig að safna stórum herjum árin 1259 og 1264. í fyrra skiptið fékk hann tæplega 1000 menn5 en í það síðara aðeins rúm 700 þótt hann gæfi landráðasök þeim sem ekki fóru.6 Þessum herjum var safnað af stórum svæðum því að nú hafði Gissur Norðurland undir sér auk erfðaríkis síns í Árnesþingi. Hann var einnig orðinn jarl og voldugasti maður landsins. Það var því ekki að furða að honum tækist að safna stærstu herj- um síðari hluta Sturlungaaldar. Stórir herir heyrðu orðið til algerra undantekninga eftir 1250 og eftir að Sturlungaöld lauk voru þeir úr sög- unni á íslandi. Þótt íslendingar ættu stundum í stórdeilum á síðmiðöldum, söfnuðu þeir aldrei stórum herjum þá svo vitað sé. Þetta er gjörólíkt því sem gerðist fyrir Sturlungaöld og má þar minna á stórheri þá sem Þorgils á Staðarhóli og Hafliöi Másson söfnuðu í deilum sínum árið 1121.7 Þetta bendir til að á 13. öld hafi orðið grund- vallarbreyting á afstöðu íslendinga til hernaðar og hefur sú breyting senni- lega orðið um 1250 eða því sem næst. Þessi breyting getur aðeins stafað af því að almenningur hafi af einhverjum ástæðum dregið úr eða hætt afskiptum sínum af hernaði. Fylgdarmenn höfðingja Nú er það ekkert einsdæmi á miðöld- um að almenningur drægi úr afskipt- um sínum af hernaði. Á ár- og hámið- öldum varð almenningsherinn smám saman að víkja fyrir sveitum þjálfaðra stríðsmanna víðast hvar í Evrópu. Riddararnir voru mest áberandi þeirra sem sérhæfðu sig í hernaði en einnig voru aðrir þjálfaðir atvinnuher- menn. Ástæða þessara umskipta var einfaldlega sú að sérþjálfaðir her- menn með góðan vopnabúnað dugðu miklu betur í hernaði en illa vopnuð og lítt öguð alþýða. Miklar framfarir urðu á miðöldum í voþna- búnaði og yfirleitt öllu því er við kom hernaði. En þessi nýi búnaður vardýr og því ekki á færi allra að eignast hann. Þetta leiddi til þess að munur stríðsmanna og almennings jókst stöðugt. Ekki þó svo að skilja að al- menningur hafi ekkert verið notaður í hernaði því að oft var bændum smal- að saman í heri. En þetta var annars flokks lið eða þaðan af verra og mest notað til uppfyllingar, a. m. k. fram á 14. öld. Einnig á íslandi komu fram sér- stakir stríðsmenn sem greindu sig skýrt frá almenningi að þjálfun og vopnabúnaði. Sjálfsagt hafa flestirvel stæðir menn átt góð vopn og reynt að ná einhverju valdi á notkun þeirra. Mikilvægastir voru þó hinir svoköll- uðu fylgdarmenn höfðingja sem voru e. k. lífverðir og erindrekar, ekki ósvipaðir hirðmönnum konunga. Sjálfsagt er að gera ráð fyrir að höfð- ingjar á fyrri tíð hafi jafnan haft tvo eða þrjá fylgdarmenn en í lok 12. ald- ar eða i upphafi þeirrar 13. eru komn- ar fram sérstakar fylgdarmannasveitir í þjónustu flestra eða allra stærstu höfðingja. SAGniR 7
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.