Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Blaðsíða 22

Sagnir - 01.04.1986, Blaðsíða 22
Óstýrilátur og heimtufrekur glanni? Árni Pálsson prófessor. Hann hafði líiið álii á Órœkju Snorrasrjni. sinn mann og reynir jafnan aö rétt- læta framferði Gissurar. Þaö má því segja að bók Ólafs sé nokkurs konar varnarræöa fyrir Gissur. Um leiö deilir hann á höfuðandstæðinga hans, Sturlunga, og er Órækja Snorrason þar ekki undanskilinn. í bók sinni dæmir Ólafur Órækju hart. Hann seg- ir Órækju hafa verið yfirgangssaman og ekki til forystu fallinn: „Að ribb- aldahætti líktist hann frænda sínum Sturlu Sighvatssyni, en skorti glæsi- leik hans og höfðingbrag."4 Þessi lýsing er athyglisverð fyrir þær sakir að mannlýsingar í íslendingasögu eru fáar og útliti Órækju er hvergi lýst. Ólafur er því kominn út á hálan ís er hann fjölyrðir um útlit Órækju. Óiafur Hansson er samstiga Árna Pálssyni í dómum um Órækju, en spyrja má hvort hörð afstaða þessara mætu fræðimanna mótist ekki af áhuga þeirra á að upphefja þá Gissur og Snorra fremur en hlutlægu mati á Órækju? Fastheldinn bjartsýnismaður í bók sinni Skyggnst umhverfis Snorra dregur Gunnar Benediktsson upp allt aðra mynd af Órækju en þeir Árni og Ólafur. Gunnar sýnir okkur mynd af manni sem þráir völd en að- stæðurnar eru honum í óhag. Faðir hans notar hann sem tæki til að auka völd sín og bregst honum á örlaga- stundum. „Landshornalýð drífur að honum í Vatnsfjörð" sem síðan leiðir til ógæfu, og Órækja „er hinn ófor- betranlegi bjartsýnismaður sem treystir andstæðingnum til að unna heiðarlegra sátta. Og sú góða trú leiðir hann að lokum í glötunina . . .“5 Gunnar finnur ýmsa kosti hjá Órækju. Til að mynda hafi hann verið „lista- maður í þeirri grein að sættast við náungann, þegar eitthvað hafði slest upp á .. ,“6 Hann hafi verið fastheld- inn á gerða samninga og jafnframt treyst öðrum til að standa við sinn hlut. „Órækja er ekki hetja hins kalda stríðs. Hann er maður áhlaupa og sátta. Hann vildi sættast og þurfti að sættast og var aldrei með neinar refj- ar um gerða sætt.“7 Það má þó ekki líta þannig á að Gunnar líti á Órækju sem hálfheilagan mann. Hann viður- kennir lesti í fari hans en telur að finna megi skýringar á þeim. Ólíkir dómar Hér á eftir verður borið saman hvern- ig þeir þremenningar, Árni og Ólafur annars vegar og Gunnar hins vegar, meta á ólíkan hátt einstök atvik í lífi Órækju. Þegar Sturla Sighvatsson fór til Rómar á fund páfa, eins og alkunna er, bað hann Odd Álason að gæta hagsmuna þingmanna sinna en Odd- ur var barnsfaðir Þórdísar, systur Órækju. Órækja drap síðan Odd vegna fjörráðabréfs sem síðan var af Ólafur Hansson prófessor. Ólafur lók upp hanskann fyrir Gissur Þorualdsson en fannsi lítið lil Órœkju koma. Gunnar Benediktsson rilhöfundur. Að huns mali uar Órœkja sáttfúsari en maryir andstœðinya hans. flestum talið falsað. Gunnar finnur á þessu sálfræðilega skýringu: Sjálfsagt hefur Órækja fundið, að hann náði engum tökum á við- fangsefnum sínum sem höfðingi þar vestra og réð ekki við neitt. Hann fann óánægju héraðsbúa með höfðingdóm hans og varð því fullur tortryggni og auðveld bráð þeim, sem vildu spana hann gegn sínum óvinum . . .8 Árni er hins vegar stuttorður og segir um sama atburð „að óhlutvand- ir menn og illgjarnir hafi borið lognar sakir á Odd og haft Órækju að ginn- ingarf ífli.“9 Á þessum tveim frásögnum er mik- ill munur. Gunnar hefur samúð með Órækju sem er grátt leikinn af Grunn- víkingum en þeir töldust hafa falsað bréfið. Árna finnst hins vegar líkt Órækju að láta hafa sig að fífli. Eftir áralanga misklíð milli Órækju og Sighvats á Grund vill Órækja sættast: Ok bauð Órækja af sinni hendi at breyta þann veg öllu sem Sighvatr vildi vera láta. En Sighvatr lagði þat til, at Órækja skyldi fara suðr til Borgar- fjarðar ok setjast á kosti föður síns, en síðan skyldi leitast um sætt með þeim frændum.10 Órækja fór síðan suður og settist að í Stafholti. Þess skal getið að þegar Órækja giftist Arnbjörgu, hafði Snorri lofað honum jörðinni en reyndi síðan að komast hjá því að afhenda hana. 20 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.