Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Síða 23

Sagnir - 01.04.1986, Síða 23
Óstýrilátur og heimtufrekur glanni? Sturla reið nú á brott með Órækju upp til jökla ok Svertingr með honum einn hans manna. Þeir riðu upp á Arnarvatnsheiði, þar til er þeir koma á Hellisfitjar. Þá fara þeir í hellinn Surt ok upp á vígit. Lögðu þeir þá hendr á Órækju, ok kvaddi Sturla til Þorstein langa- bein at meiða hann. Þeir skoruðu af spjótskafti ok gerðu af hæl. Bað Sturla hann þar með Ijósta út augun. En Þorsteinn lézt eigi við þat kunna. Var þá tekinn knífr ok vafiðr ok ætlat af meir en þverfingr. Órækja kallaði á Þorlák biskup sértil hjálpar. Hann söng ok í meiðsl- unum bænina Sancta Maria, mater domini nostri, Jesu Christi. Þor- steinn stakk í augun knífinum upp at vafinu. En er því var lokit, það Sturla hann minnast Arnbjargar ok gelda hann. Tók hann þá brott annat eistat. Eftir þat skipaði Sturla menn til að geyma hans. En Svertingr var þar hjá Órækju. Sturla Þórðarson: íslendinga saga (Rv. 1974), 160. Gunnar Benediktsson greinir svo frá þessum atburðum: Og Órækja hafði sitt fram, eflaust með hjálp frænda sinna, sem hafa óskað Snorra meiri vegs af málum sonar síns en orðið var. Órækja fékk Stafholt, og þangað reið hann þegar og tók við búi.11 Árni Pálsson lýsir atburðum hins veg- ar þannig: Víst er það, að þá er Órækja tók að ugga um hag sinn þar vestra, kúg- aði hann föður sinn til að láta af hendi við sig stað í Stafholti og sjálfsagt mannaforráð í Borgarfirði að einhverju leyti.12 Þarna er grundvallarmunur á. Árni segir að Órækja hafi flúið að vestan og kúgað Snorra til að láta af hendi Stafholt. Gunnar lítur málið allt öðrum augum. Honum finnst framkoma Snorra við Órækju ekki hafa verið til fyrirmyndar og telur það sjálfsagðan hlut að Órækja fengi Stafholt. Einn þekktasti atburðurinn í sögu Órækju eru viðskipti hans og Gissur- ar Þorvaldssonar við Hvítárbrú sum- arið 1242. 2. janúar sama ár hafði Órækja gert aðför að Gissuri í Skál- holti en fyrir milligöngu biskups sætt- ust þeir og ákveðið var að „biskup einn skyldi gera um öll óskoruð mál.“ Sór Gissur við kross er í var „lignum vitae" (flís úr krossi Krists) að halda þessa sætt.13 Hittust þeir síðan við Hvítárbrú þann 19. júní og skyldi þar gengið frá sættum. Er biskup hafði kveðið upp dóm vildi Órækja að „biskup færi í milli með handsölum eða þeir fyndist á brúnni . . .“ Órækja var með lið sitt norðanmegin við brúna en Gissur og menn hans að sunnanverðu. Gissur vildi ekki ganga á brúna og bað biskup Órækju að ganga yfir „ok láta þat eigi fyrir sætt- um standa“.14 Gunnar lýsir atburða- rásinni þannig: Biskup leggur fast að Órækju að fara suður yfir, svo að hann standi ekki fyrir sættum, og Órækja hall- ast að því ráði. Þá kemur Böðvar í Bæ enn til skjalanna, varar hann við og fullyrðir, að með því spili hann málinu úr höndum sér. En Órækja tók ekki neinum ráðum og lagði á brúna.15 Ólafur Hansson lýsir þessu hins veg- ar svo: Böðvar í Bæ varaði Órækju við að fara, og Sturla Þórðarson kom þeim orðum til hans, að Kolbeinn ætlaði að hafa hann með sér norður. En enginn gat komið vitinu fyrir Órækju, hann gekk suður yfir brúna.16 Það er einkum orðalagið „en eng- inn gat komið vitinu fyrir Órækju" sem vert er að staldra við. Með þessu orðalagi gefur Ólafur í skyn að Órækja hafi farið eftir ráðum biskups og treyst Gissuri til að halda gerða sætt sökum heimsku. Það er athygl- isvert hver viðbrögð samtímamanna voru við því, að Gissur lét taka Órækju höndum og rauf sættina: Biskup ok Brandr ábóti bregðast mjök reiðir við þetta ok kalla in mestu svik við sig ger ok alla þá, er hlut áttu at þessum málum . .'. Bændr nökkurir ór flokki Kol- beins gengu þá til Órækju ok kváð- ust skyldu berjast með honum ok kváðu þetta in mestu svik.17 Það er greinilegt að Gissur var harð- lega fordæmdur fyrir þetta athæfi en það hlýtur að skipta höfuðmáli ef dæma á löngu liðna menn hvernig gjörðir þeirra voru dæmdar af sam- tímamönnum. Verður því að finna að því að Ólafur Hansson skuli ámæla Órækju fyrir að fara að ráðum bisk- ups og treysta Gissuri til að halda geröa sætt. Dæmdur á röngum forsendum? Ef Órækja Snorrason væri uppi á 20. öld og breytti í engu háttum sínum er víst að flestir ef ekki allir myndu for- Um várit heimti Órækja kvánarmund sinn af föður sínum ok stað í Stafaholti. En Snorri segir svá, at hann skyldi fara vestr í Vatnsfjörð ok taka þar við búi ok mannaforráði því, er Einarr átti, en lézt mundu skipta hvárum þeirra til handa slíku, sem honum líkaði, þá er Einarr þroskaðist. En Þórdisi bauð hann til sín. Órækja vildi fyrir hvern mun hafa Stafaholt. En þó varð svá at vera sem Snorri vildi. Fór þá Órækja vestr með konu sína ok sveit manna með honum. En er hann kom í Vatnsfjörð, þótti Þórdísi illt upp at standa. Fór hon þá út á Mýrar í Dýrafjörð. En Órækja tók við búi í Vatnsfirði ok tók við hverjum manni frjálsum, er til hans vildi, ok dróst þar saman karlfjöldi mikill. En brátt varð með harðindum til fengit búsins, sem lengi hafði siðr verit til í Vatnsfirði. Sturla Þórðarson: íslendinga saga (Rv. 1974), 128. SAGMIR 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.