Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Page 24

Sagnir - 01.04.1986, Page 24
Óstýrilátur og heimtufrekur glanni? dæma hann. En er réttlætanlegt aö hlaupa yfir 700 ár og dæma Órækju á þeim forsendum? Tæplega. Ein helsta röksemdin fyrir hrotta- skap Órækju eru hin miklu rán sem hann fremur er hann fer meö flokka um héruð. Ef nánar er að gáð kemur í Ijós að þessi hegðan einskorðast ekki við Órækju og hans menn. Gunnar Karlsson ritar um þetta tímabil í Sögu ístands og segir þar m. a.: Herir bjuggu sig að jafnaði ekki út með nesti til langferða. Þeir urðu að lifa á framfæri bænda þar sem þeir voru staddir hverju sinni, þiggja mat eða ræna. Og menn héldu sig ekki við nauðsynjar einar ef þeir rændu á annað borð.18 Af þessu má Ijóst vera að ekki má dæma Órækju hvað þetta varðar nema dæma alla helstu höfðingja landsins um leið. Einnig er Órækja fordæmdur fyrir hörku við sveitunga sina á Vestfjörðum og þá jafnframt fyrir að hafa í liði sínu ribbalda og misindismenn. En þeim hinum sömu sem gagnrýna hann sést yfir að þetta er síöur en svo einsdæmi á tímabil- inu. Harka höfðingja í Vatnsfiröi við bændur á Vestfjörðum er alþekkt og í samtímaheimild er talað um „að afla til bús á vestfirsku". Án efa var misjafn sauður í fylgdarliði Órækju en tæplega er rétt að hrakyrðast út í Tilvísanir 1 Árni Pálsson: „Snorri Sturluson og íslendingasaga." Á víö og dreif( Rv. 1947), 166. 2 Árni Pálsson, 168. 3 Árni Pálsson, 172. 4 Ólafur Hansson: Gissur jarl (Rv. 1966), 45. 5 Gunnar Benediktsson: Skyggnst umhverfis Snorra (Rv. 1966), 163. hann einan fyrir þetta. Það var háttur höfðingja að hafa í þjónustu sinni nokkurs konar lögreglusveit og víst er að í þeim hópi manna hefur verið margur ofstopamaðurinn. Mér virðist Ijóst að Árni og Ólafur dæma Órækju út frá siðferðishug- myndum 20. aldar í stað þess að dæma hann út frá samtíð sinni. Þeir kippa honum út úr samfélagi blóð- hefndar og setja undir mælistiku nú- tímans. Ég er hræddur um að flestir höfðingjar Sturlungaaldar, og þar með taldir þeir Gissur og Snorri, myndu missa æruna ef þeir hlytu við- líka meðferð sagnfræðinga og Órækja. Höfuðorsökin fyrir hörðum dómum Ólafs og Árna er sú að þeir vilja fegra minningu Gissurar og Snorra. Órækja líður fyrir það að hann er hinn sigraði í viðureigninni við Gissur og hann skilur ekki eftir sig listaverk eins og Snorri. Árni og Ólafurtelja báðir að ekki megi treysta um of á frásögn Sturlu Þórðarsonar, hún sé langt frá því að vera hlutlaus er að þeirra mönnum kemur. Grein Árna hefur reyndar þann yfirlýsta tilgang að sýna fram á að svo sé, og Ólafur seg- ir í kaflanum „Eftirmæli Gissurar jarls“: „Fyrsta ólán Gissurar að þessu leyti var það að Sturla Þórðarson skyldi rita meira um sögu hans en nokkur annar maður.“19 En má ekki 6 Gunnar Benediktsson, 150. 7 Gunnar Benediktsson, 163. 8 Gunnar Benediktsson, 144. 9 Árni Pálsson, 170. 10 Sturla Þórðarson: íslendinga saga. Finnbogi Guðmundsson annaðist útgáfuna (Rv. 1974), 152. 11 Gunnar Benediktsson, 151. 12 Árni Pálsson, 175. spyrja á móti: Er nokkurt mark tak- andi á ritum þeirra Ólafs og Árna þar sem þeir eru langt frá því að vera óhlutdrægir í dómum sínum um menn og málefni? En hvernig var Órækja Snorrason? Ég sé hann fyrir mér sem mann sem dreymdi um auð og völd. Til þess aö reyna að ná þessum markmiðum sín- um beitti hann ýmsum brögðum og má víst segja að sum þeirra hafi verið nokkuð harðneskjuleg á mælikvarða okkar tíma en í fullu samræmi við tíð- aranda Sturlungaaldar. Órækja var um margt drengskaparmaður. Hann hélt gerðar sættir, ólíkt ýmsum sam- tímamönnum sínum. Höfundur er sammála Gunnari Benediktssyni í því að aðstæður hafi verið Órækju í óhag. Snorri faðir hans kom oft illa fram við hann og á honum voru svikn- ir eiðar. Þetta firrir hann þó ekki ábyrgð á verkum sínum og sum þeirra orka vissulega tvímælis svo ekki sé meira sagt. Hins vegar verður algerlega vísað á bug sleggjudómum um að Órækja hafi skorið sig úr með ófyrirleitni og ofbeldi eins og Árni og Ólafur vilja halda fram. Nær sanni er að Órækja hafi verið dæmigerður höfðingi á Sturlungaöld, harðskeyttur og fylginn sér, hvorki betri né verri en samtíðarmenn hans. □ 13 Sturla Þóröarson, 220. 14 Sturla Þórðarson, 223. 15 Gunnar Benediktsson, 164. 16 Ólafur Hansson, 54. 17 Sturla Þórðarson, 224. 18 Gunnar Karlsson: „Frá þjóðveldi til konungsríkis." Saga Islands 2 (Rv. 1975), 44. 19 Ólafur Hansson, 143. 22 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.