Sagnir - 01.04.1986, Page 27
Viðhorf til kvenna í Qrágás
virðist sem kvenþjóðin hafi verið ís-
lenskum miöaldakörlum hugleikin.
En hvaða sess skipuðu þeir konum á
þjóðveldistímanum?
Konur og kynhlutverk
Konur eru veikari að líkamsburðum
en karlar, þær ala af sér börn og
næra fyrstu mánuðina eftir fæðingu
þeirra. Þetta hefur áhrif á stöðu
kvenna í öllum samfélögum og er
þjóðveldið forna þar engin undan-
tekning. Viðurkennt var að konur
gætu síður aflað sér lífsbjargar en
karlar. í ákvæðum um ómagafram-
færslu í Grágás segir að hver og einn
eigi að framfæra sína ómaga, en fyrst
beri mönnum að sjá mæðrum sínum
farborða, þá feðrum.5 í Grágás er
einnig borin virðing fyrir lífi fósturs og
ungbarna og viðhorf til kvenna mót-
ast af því. Ófrískar konur voru undan-
þegnar föstuhaldi og einnig konur
með ungbörn á brjósti.6 Ef ófrísk
kona var dæmd sek, mátti ekki vega
hana fyrr en eftir fæðingu barnsins.
Væri þunguð kona vegin saklaus þá
voru tvær vígssakir um drápið. Ann-
ars giltu sömu viðurlög um sekar kon-
ur og karla.7 Það að ekki mátti vega
seka ófríska konu var því réttarvernd
sem beindist að fóstri.
í ættarsamfélagi þjóðveldistímans
var lögð áhersla á að feðra óskilgetin
börn. Ógift kona, sem bar barn undir
belti, átti að segja hver faðir þess
væri. Ef hún færðist undan, þá gat
sakaraðili pínt hana til sagna í votta
viðurvist. Ekki mátti þó pína konuna
þannig að á henni sæist né að hún
hlyti örkuml af.8 í húfi var líf fóstursog
því mátti ekki beita móður þess lík-
amlegum pyntingum.
Konur voru mikilvægar af því að
þær fæddu nýja einstaklinga inn í
ættir. Líf þeirra var dýrmætara en
karla af þessum sökum. Á meðan
karlmenn Sturlungaaldar börðust
hver við annan sátu konur þeirra
heima og gættu bús og barna. Sam-
kvæmt Grágás var konum ekki ætlað
að bera vopn.9 Er það í fullu sam-
ræmi við það viðhorf að konur bæri
að vernda vegna móðurhlutverks
þeirra. Þetta mikilvæga hlutverk
kvenna veitti þeim þó ekki jafnan rétt
á við karla.
Sjálfræði og erfðir
Reglur um sjálfræði og erfðir í Grá-
gás sýna að konur nutu minni réttar
en karlar. Þeir urðu sjálfráða 16 ára
gamlir og gátu þá ráðið sínum dval-
arstað. Konur urðu ekki sjálfráða fyrr
en um tvítugt, og máttu ekki ráða
sínu heimilisfangi fyrr en þá. Allir giftir
karlar máttu ráða hvar þeir og eigin-
konur þeirra bjuggu, nema þær ættu
bú eða hefðu verið ekkjur fyrir gift-
ingu. Karlar urðu fjárráða 16 ára en
konur 20 ára. Ef konur giftust áður en
þær urðu fjárráða eða urðu ekkjur fyr-
ir þann aldur, þá máttu þær ráða yfir
fjármunum. Þó konur yrðu fjárráða
lögum samkvæmt um tvítugt þá voru
þær samt áfram undir lögræði feðra
sinna eða annarra ættmenna
karlkyns. Og gifting veitti konum að-
eins málamynda fjárforræði því í
raun voru það eiginmenn sem sáu
um fésýslu beggja. Karlmenn urðu
lögráða 16 ára og við giftingu héldu
þeir sínu fjárforræði óskertu.10
Karlar voru rétthærri til erfða en
konur. Sú meginregla gilti í erfðamál-
um að sonur átti að erfa föður sinn og
móður. Ef hann var ekki þá dóttir, þá
faðir, þá bróðir samfeðra, þá móðir,
þá systir samfeðra, þá bróðir sam-
mæðra, þá systir sammæðra osfrv.
Væru ekki börn til staðar eða aðrir
nánir ættingjar, átti sá að erfa hinn
látna sem skyldastur var. Ef karlmað-
ur og kona voru bæði jafn náin, þá átti
karlmaðurinn aö erfa. Arfur átti að
skiptast jafnt á milli löglegra ættingja.
Ef hjón áttu td. fjóra syni og eina
dóttur, þá fengu þeir jafnan hlut af
eignum foreldra þeirra að þeim
látnum, en dóttirin var arflaus. Ekki
hafa allar stúlkur þó farið félausar úr
foreldrahúsum í hjónaband. Á þjóð-
veldistímanum var það til siðs að for-
eldrar létu fé af hendi rakna til barna
sinna ef þau giftust. Kallaðist það að
gera þau að heiman. Venja var að
gefa stúlkum heimanfylgju, en ekki
var það þó skylda samkvæmt lögun-
um. Ætti stúlka bræður þá mátti upp-
hæð heimanfylgjunnar ekki vera
hærri en arfur þeirra. Piltur gat fengið
fé til kvánarmundar, sem kallað var,
en hluta af honum þurfti hann að
greiða verðandi konuefni sínu við
festar (trúlofun). Á þjóðveldistíman-
um var lögð rík áhersla á að ekki yrðu
eignafærslur á milli ætta sem hjón til-
heyrðu, en hjón gátu ekki erft hvort
annað. Kemur það skýrt fram í
ákvæðum Grágásar um heimanfylgju
og kvánarmund. Foreldrar gerðu ekki
börn sín að heiman af sameiginlegu
fé. Konur gátu gefið dætrum sínum
heimanfylgju og sonum kvánarmund.
Karlmenn gátu gert hið sama. Ef dæt-
ur og synir féllu frá barnlaus, þá áttu
faðir og móðir að erfa jafn mikið og
hvort hafði gefið með þeim. Gilti það
líka um aðra erfingja ef foreldrar voru
látnir.11
Hagsmunir ættarsamfélagsins
skína í gegnum erfðalöggjöfina. Við
giftingu áttu hjón ekki að rugla saman
eignum ættanna og sama gilti um af-
komendur þeirra. En löggjöf þessi
segir okkur líka að um konur giltu aðr-
ar reglur en karla. Faðir átti td. að
varðveita fé barna sinna. Væri hann
ekki á lífi, átti bróðir barnsins sam-
feðra að sjá um varðveisluna. Það
kom ekki í hlut móður barnsins að
hafa umsjá með fé þess, nema það
ætti hvorki föður á lífi né uppvaxinn
bróður.12
Ólík viðhorf til karla og kvenna í
Grágás sjást einkar vel í lagaákvæð-
um um stofnun hjúskapar, um réttindi
hjóna í sambúð og reglum um hjóna-
skilnað.
Hj úskaparstaða
kvenna
í Grágás er sérstakur lagabálkur um
hjúskaparmál. Nefnist hann Festar-
þáttur.13 Samkvæmt honum máttu
ekki allir íslendingar til forna ganga í
hjónaband. Saman þurftu hjónaefni
að eiga minnst sex hundruð fyrir utan
hversdagsklæði sín og vera ómaga-
laus til að mega giftast. Ef fátækara
fólk giftist þá varðaði það fjörbaugs-
garð (þriggja ára útlegð), nema ef
kona var úr barneign.14 Til að fyrir-
byggja ómegð var efnalitlu fólki mein-
aður aðgangur að því heilaga.
Margir álíta að hjónabandið á þjóð-
veldistímanum hafi verið kaupsamn-
ingur milli tveggja ætta. Bent hefur
verið á að ættartengsl hafi verið mjög
náin á þessum tíma; karlkyns ættingj-
ar kvenna hafi ráðið hverjum þær
giftust.15 Engin slík ákvæði eru varð-
SAQMIR 25