Sagnir - 01.04.1986, Qupperneq 28
Viðhorf til Kvenna í Qrágás
andi karlmenn í Grágás og er það
merkilegur vitnisburður um ólík við-
horf til kynjanna. Þó má ætla að karl-
menn hafi hlítt ráðum feðra sinna um
kvonfang.
í Grágás kemur skýrt fram hvernig
stofnað skyldi til hjúskapar. Sú meg-
inregla gilti um festar að nánasti ætt-
ingi konu af karlkyni fastnaði hana.
Konur réðu litlu um hverjum þær
giftust. Faðir mátti þó ekki neyða dótt-
ur sína til að giftast, ef hún vildi gerast
nunna. Ekkja gat ráðið hverjum hún
giftist ef faðir hennar var dáinn. Sex-
tán ára sonur gat fastnað móður sína,
þá tengdasonur, þá faðir, þá bróðir
samfeðra, þá móðir en það voru einu
möguleikar konu að fastna konu. Af
þessu er Ijóst að konur áttu almennt
ekki að skipta sér af festarmálum
sínum. Lögráðendur þeirra áttu að
sjá um þau.16 Reglan um það hvernig
festar skyldu fara fram sýnir að karlar
komu fram sem samningsaðilar við
eigin festarmál. í Grágás segir:
Þá er kona föstnuð að lögum, ef
maður tínir mundarmál. En síðan á
lögráðandi og sá maður er konan
er fest að nefna votta. „Af því votta
nefnum við“, skal hann segja sá er
konu eignast, „að þú N fastnar mér
N lögföstnun og þú handsalar mér
heimanfylgju meö einingu og efn-
ingu alls þess máldaga er nú var
með okkur um stund tíndur og tald-
ur fyrir vottum vélausu og brek-
lausu heillt ráð og heimilt." Þá er
heimilt er sá fastnar er festarnar á
að lögum.17
Þessi formáli sýnir hversu mikilvægt
þótti að festar færu fram á réttan og
löglegan hátt. Formálar af ýmsu tagi
eru til frá miðöldum. Þeir eru staðlað
form á hvernig ákveðin réttarathöfn
skuli fara fram.18 Rétt form var for-
senda reglu í samfélaginu og vopn
gegn breytingum. Form festanna
sýnir að möguleikar karla og kvenna
til að velja sér lífsförunaut voru harla
ólíkir. Jafnframt sýnir þessi formáli að
festar voru kaupmáli á milli ætta.
Konur voru ekki fastnaðar löglega fyrr
en þær voru „mundi keyptar". Verð-
andi eiginmaður átti að semja um
kvánarmund við lögráðanda heitkonu
sinnar. Úr föðurhúsum fengu konur
oftast heimanfylgju. Mundurinn og
heimanfylgjan voru séreign kvenna ef
hjón gerðu ekki félag um eigur sínar.
Við giftingu tóku eiginmenn við því
hlutverki sem feður eða frændur
kvennanna höfðu áður gegnt; urðu
lögráðendur þeirra. Giftir karlar voru
sjálfir aðilar að eigin sökum og þurftu
ekki á neinum lögráðendum að
halda.
Ef ekki var ákveðið í festarmálum
hvenær brúðkaup skyldi halda, þá átti
það ekki að vera seinna en 12 mán-
uðum eftirfestar. „Þá er brullaup gert
að lögum, ef lögráðandi fastnar konu,
enda séu sex menn að brullaupi hið
fæsta, og gangi brúðgumi í Ijósi í
sömu sæng og kona“.19
Eftir að hjón voru komin í eina
sæng átti eiginmaður að greiöa eigin-
konu mundinn. Hjón gátu gert félag
um eigur sínar eða átt hvort sína sér-
eign. Bóndinn átti þó alltaf að ráða yfir
fé þeirra og kaupum, líka séreign
konunnar. Kaupmáli sá er gerður var
við festar átti að gilda á meðan festar-
vottar voru á lífi, eða ef ekki voru
gerðir aðrir samningar. í Grágás seg-
ir að ef hjón gera félag um eigur
sínar, þá á maðurinn tvo þriðju hluta
en konan einn þriðja. Félag hjóna gat
náð yfir allar eigur þeirra eða ein-
göngu yfir bú það er þau bjuggu á.
Eiginmaður mátti ekki leigja það fé er
hún átti í gripum, enda átti hún að sjá
fyrir sér af eigin fé. Réttur konu til að
ráðstafa eigin fé var þó mjög tak-
markaður. Kona mátti ekki kaupafyrir
meira en þrjár álnir á einu ári. Keypti
hún fyrir hærri upphæð, gat eigin-
maður hennar rift kaupunum. Eigin-
maður gat sent konu sína á þing til að
borga skuldir fyrir sig og til að sjá um
fjárreiður þeirra. Áttu hennar handsöl
aö gilda þar ef hún fór að hans vilja.
Einnig mátti hún kaupa nauðsynjar til
búsins ef hann var ekki heima. En
kona mátti hvorki selja land, hálf-
byggðan bólstað eða meira, goðorð
né hafskip, án samráðs við eigin-
mann sinn. Hún mátti ekki heldur lána
hross gegn vilja bónda síns og gat
hann sótt hana til saka, ef hún lánaði
hross „til hinnar meiri reiðar".20 Sú
meginregla gilti því að eiginmaður
hafði forráð búsins og eiginkona hafði
ekki nema takmarkaðan ráðstöfunar-
rétt yfir eignum þeirra.
Kona gat krafist þess af eiginmanni
sínum, að fá upplýsingar um fjárhag
þeirra.21 Einnig gat hún fylgst með
eignum sínum sem voru undir for-
ræði eiginmannsins. Ef sambúð
hjóna versnaði svo að hætta var á að
eiginmaður sóaði fé sem konan átti,
þá gat hún leitað til biskups í sama
fjórðungi. Hann gat veitt henni leyfi til
að heimta fé sitt. Þetta gat kona gert
án þess að skilja við eiginmanninn og
áttu frændur hennar að aðstoða hana
við fjárheimturnar. í lögunum segir:
„enda á hún sjálf fé sitt að varðveita."
Ef karlmaður var valdur að skilnaði
hjóna, þá átti kona heimtingu á mundi
sínum og heimanfylgju. Ef hann
greiddi ekki þá „varðar honum út-
legð“.22 Kona átti að fylgjast með eig-
in fé í hjónabandi. Ef eiginmaður só-
aði því eða gerði henni eitthvað til
miska að ósekju, þá gat hún svipt
hann forræði yfir eigum sínum, með
hjálp fyrri lögráðenda. Réttindi og
eignir kvenna voru því mál ættanna
sem að þeim stóðu.
Hjón gátu bæði farið fram á skilnað
með leyfi biskups. Sú regla gilti fram-
an af að ef annað hjóna var efnalaust
og ómagar komu á hendur þess, þá
mátti það er ríkara var krefjast
skilnaðar. Þessu var síðan breytt og
var þá hjónaskilnaður ekki leyfður
vegna fátæktar. Ef ómagar komu á
þann aðila er félaus var, þá bar hinum
að sjá ómaganum farborða.23
Konur gátu krafist skilnaðar ef eig-
inmenn þeirra unnu á þeim þá áverka
að „hin meiri sár mundu metast" og
ef þeir ætluðu að flytja konurnar
nauðugar af landi brott. Ef eiginmað-
ur hvíldi ekki sex misseri í sömu
sæng og konan, þá mátti hún krefja
hann um fé sitt.24 Óvíst er þó hvort
hún gat farið fram á skilnað. í Grágás
segir: „þar er hjú verða eigi samhuga,
þá er biskupi rétt að lofa konunni fjár-
heimtingar sínar allar undan bónda
sínum, þótt hann geri eigi lögskilnað
þeirra."25
Konur virðast hafa haft töluverða
möguleika til að segja skilið við karla
sína ef sambúðin gekk erfiðlega.
Nútíma jafnréttishugsun lá þó ekki að
baki. Konur tilheyrðu áfram ætt sinni
eftir giftingu. Ef eiginmenn brutu á
rétti kvenna sinna, þá voru þeir að
brjóta á ætt þeirra. Hjónabandið var
samningur á milli tveggja ætta og
mikilvægt þótti að á milli þeirra ríkti
jafnræði. Mikill munur var þó á stöðu
kynjanna innan hjónabandsins. Kem-
ur hann einna skýrast fram í þvi
26 SAGNIR