Sagnir - 01.04.1986, Side 36
Helmingarfélög hjóna
Jón danur Björnsson, launsonur
Björns Þorleifssonar hiröstjóra,13 og
Kristín Sumarliöadóttir lögðu meö sér
helmingarfélag. Móöir Kristínar var
Ólöf Aradóttir, systir Guömundar Ara-
sonar, sem minnst var á hér framar.14
Faðir hennar var sonur Lofts ríka
Guttormssonar. Annar sonur Lofts
ríka var Eiríkur á Grund í Eyjafirði.15
Hann var afi Sveins Sumarliðasonar
sem stofnaði til helmingarfélags viö
Guöriöi Finnbogadóttur lögmanns.
Vegna arfs Sveins eftir afa sinn Eirík,
stóð Finnbogi tengdafaðir hans í
miklum málaferlum. Hann sagöi þær
eigur vera fallnar sér í arf eftir Guö-
ríði, því hún hafi fengið þær eftir Guö-
rúnu dóttur sína, sem erft haföi „allan
helminginn" eftir föður sinn, Svein
Sumarliðason.16 Kristínu dóttur sína
gifti Finnbogi líka með helmingarfé-
lagi. Fleiri dæmi um ættartengsl er aö
finna í bréfunum. Systurnar Guö-
laugu og Þóru Ketilsdætur gifti faöir
þeirra sem helmingarkonur árið
1402, og Þorvarður lögmaður Er-
lendsson er faöir Erlendar lög-
manns17 sem giftist Þórunni Sturlu-
dóttur.
Þegar hjón geröu með sér helming-
arfélag á búskaparárunum (Tafla 2)
var þaö oftast um allt fé þeirra, fengiö
og ófengið, og sagði ekkert frekar um
eignirnar. Eignaskiptingin kemur að-
eins fram þegar helmingarfélagiö er
gert um leið og kaupmálinn (Tafla 1),
og er eignanna aö einhverju getið í
15 bréfum af þeim 20 sem þar eru.18
Um flesta þessa samninga má segja
að séu eignirnar ekki taldar í hundr-
uðum hundraöa, eru það tugir hundr-
aða. Eitt hundrað hundraða samsvar-
aði um sex meðaljörðum. Ríkidæmið
er áberandi. Aðeins í tveimurtilvikum
eru eignirnar litlar, og eru þau bréf frá
miðri 16. öld. Ólafur Árnason og
Ragnhildur Þorsteinsdóttir áttu sam-
tals aðeins 15 hundruð þegar þau
byrjuðu búskap, og Jón Þórðarson og
Ingveldur Jónsdóttir sex hundruð.
Ákveðinn hópur í þjóðfélaginu virð-
ist því hafa notfært sér helmingarfé-
lög. í þann hóp skipuðu sér ríkustu og
voldugustu ættir landsins, og sú
spurning hlýtur að vakna hvers vegna
þær velja helmingarfélögin. Hafa
höfðingjar frekar en aðrir haft ástæðu
til að semja þannig um eignirnar?
Skoðum hver munurinn var á helm-
ingarfélögunum og öðrum formum
hjúskapar og hvernig lagalega hliðin
var.
Ættin og erfingjarnir
Nokkurt rót hefur verið á því hvernig
gengið var frá félögum milli hjóna, og
heimildirnar fáorðar. I aðfaraorðum
að Reykholtsmáldaga, sem prentað-
ur er í Fornbréfasafninu, segir að
Snorri Sturluson og Hallveig Orms-
dóttir hafi gert með sér helmingarfé-
lag árið 1224. Er vísað í Sturlungu
um þetta. Snorri og Hallveig gáfu
eignir til Reykholtskirkju, en af mál-
daganum sjálfum sést ekkert um
helmingarfélagið.19 í íslendingasögu
Sturlungu er félagsstofnun Snorra og
Hallveigar tvisvar nefnd, í fyrra skipt-
ið sem „félag“ en í hið seinna sem
„helmingarfélag".20 Aðgreiningin er
óljós og ekkert segir um hvernig þau
hafa skipt eignunum. Svo er ekki
heldur í þau önnur tvö skipti sem
„félag“ er nefnt í Sturlungu,21
Einhver helmingarsamningur hefur
verið milli Hallberu, dóttur Snorra
Sturlusonar, og Kolbeins unga. Það
má ráða af deilum sem spruttu upp
um arfinn eftir hana. Snorri krafðist
helmingarskipta bæði á fé og goðorð-
um. Fór svo að lokum að þeim samd-
ist og Snorri fékk mest af því sem
hann hafði farið fram á.22 Féráns-
dómur frá árinu 1250, sem er í Svín-
fellingasögu í Sturlungusafninu, gef-
ur einnig vísbendingu um helmingar-
félag. Sæmundur Ormsson fór fram á
uppskipti á búi Ögmundar Helgason-
ar og Steinunnar Jónsdóttur á Kirkju-
bæ. Þar var fyrst tekin frá staðareign-
in, þá helmingurinn sem Steinunni til-
heyrði og þar með það fé sem Ög-
mundur hafði gefið henni. Það sem
eftir var tilheyrði Ögmundi.23 Þetta
eru fá dæmi, en eiga það sammerkt
að snerta auðuga Islendinga á þess-
um tíma. Helmingarskipti af öllum
eignum hjóna eru í samræmi við þá
eignaskiptingu sem síðar varð lögleg
með helmingarfélögunum og tíðkað-
ist að einhverju marki. Elstu helming-
arfélagssamningarnir í Fornbréfa-
safninu eru frá árinu 1402, eins ög sjá
má af töflunni hér að framan, og elsta
vísbendingin um að hjón hafi haft
með sér helmingarfélag er frá 1393.24
Sigurður Líndal segir að í Grágás
sé bæði gert ráð fyrir að hjón geti
stofnað félag og átt séreignir í hjóna-
bandinu, en hið síðarnefnda hafi ver-
ið algengara. Þó nefnir hann líka að
helmingarfélög séu oft nefnd í íslend-
ingasögunum.25 Ekki er mögulegt að
segja til um útbreiðslu þeirra á þjóð-
veldistímanum nema að leita fanga
víðar í heimildum þess tíma. Af hin-
um eldri lögum Norðmanna má ráða
að helmingarfélög hafi þekkst í Aust-
ur-Noregi. Einnig hefur verið bent á
að ekkjur þar í landi hafi getað krafist
helmingarskipta á búi, ef helmingar-
félag hafi verið með hjónunum.26 í
Jónsbók, sem lögtekin var hér á landi
árið 1281, eru skýr ákvæði um hjóna-
félögin. Þau eru sambærileg þeim
sem tóku gildi í Noregi um svipað
leyti með lögbók Magnúsar lagabæt-
is.27 Þetta form félaga milli hjóna seg-
ir Randi Andersen að hafi orðið ríkj-
andi í Noregi. Réttarbætur Hákonar
konungs í upphafi 14. aldar sýni að
mótstaða hafi verið gegn hjónafé-
lögunum. Hún hafi ekki beinst gegn
þeim sem slíkum, heldur því að erf-
ingjarnir hafi ekki getað haft neitt að
segja um eignirnar yrðu hjónin barn-
laus. Andróðurinn hafi dugað skammt,
en markmið hjónafélaganna hafi fyrst
og fremst verið að tryggja karlmann-
inum yfirráðarétt yfir eignum konu
sinnar.28
Hákon konungur háleggur sendi
íslendingum líka réttarbætur við
Jónsbók í upphafi 14. aldar. Þar er
fyrst minnst á helmingarfélögin í lög-
um hér á landi. Andstætt því sem var
í Noregi, virðist sem þessi skipan hafi
náð einhverri fótfestu hér á landi.
Ákvæði um helmingarfélög koma
þrisvar fyrir; árið 1305, 1306 og 1314.
í réttarbót frá 1305 segir svo:
Líkar oss og vel að frændur geri
kaupmála sín á milli og helmingar-
félag eftir því sem þeim semur; en
ef hjón gera sín á meðal, standi eft-
ir því sem lögbók vottar.29
Kvennagiftingar. Faðir og móðir skulu
róða giflingum dœtra sinna, segir í upp-
hafsorðum kaflans um kuennagiftingar í
Jónsbók. Ef þeirra naut ekki uið. kom til
kasta nónustu föður- og móðurfrœnda að
róðstafa gjaforðinu. Ef brœður uoru nón-
astir, réðu þeir giftingu sgstra sinna. Hand-
ritið er frú fyrri hluta 16. aldar.
34 SAQHIR