Sagnir - 01.04.1986, Page 48
Dyggðaspegill
þær að snúa sér örlítið undan ef þær
geta, eða halda „nasaklútnum" fyrir
andlitinu. Þessum kafla lýkur með
áminningu um það sem ber að
varast, en það er illur munnsöfnuður;
slæmar samræður; ótuktugur dans
og vikivaki; dreissugur klæðabúnað-
ur; Amors óhæverskar sþurningar;
æfintýr; kerskni og lýðgaman. Þvi að
Kristur sagði: „Ef hægra auga þitt
hneykslar þig, þá slít það út og snara
því frá þér. . .“ Jafnvel í mannasiða-
kaflanum var hægt að finna röksemd-
ir úr Gamla Testamentinu, og hér er
vísað til hegðunar Rebekku og fleiri
góðra kvenna.
Þriðja dyggðin er hreinlæti, en orð-
ið hefur hér aðra merkingu en nú á
tímum fjölbreytilegustu sáputegunda.
Hreinlætið sem hér er lýst mundi kall-
ast snyrtimennska í dag. Hreinlæti
Dyggðaspegils er „þegar ein píka
heldur sig hreinlátlega með hæ-
versku og tukt, með siðsömum
klæðabúnaði og tilbærilegu skarti."
Hún á að forðast dramb og hroka,
subbuskap og vanrækslu. Spegillinn
gefur nokkrar reglur um klæðaburð.
Það að prýða sig og skrýða, þvo sér
og halda sér hreinni er ekki nein
synd, heldur útvortis dyggð. Þó eiga
jómfrúr að klæða sig „eftir sínum
burðurn", svo að greinarmunur sé
gerður milli ætta og slektis og enginn
verði hneykslaður. í klæðnaði og
skarti eiga jómfrúr að „haga sér eftir
tíðinni", eins og sá vísi Salómon
sagði: „Allir hlutir hafa sinn tírna."
Jómfrúrnar eiga þó ekki að þrýða sig
á hverjum degi. Á sunnudögum eiga
þær að fara í skart, svo þær séu
hreinlegar þegar þær koma til kirkj-
unnar. En á rúmhelgum dögum þurfa
þær ekki að prýða sig, því að við
vinnu og erfiði verður prýði ekki við
komið. Þær mega líka berast á þegar
þær eru í brúðkaupum og „öðrum ær-
legum gestaboðum", eða ef feður
þeirra óska þess. Þegar sorgin sækir
þær heim og þær missa foreldra sína
eða ástvini, væri það fávíslegt og
jafnframt tákn miskunnarleysis að
klæðast skarti. Slíkt hjarta væri ei
hlýðið við guð, því hann býður mönn-
um að gráta með grátendum. Jómfrúr
eiga að klæða sig eftir þeirra „föður-
lands ærlegri vísu og siðvenju", en
eiga ekki að taka „nýjar nótur“ eftir út-
lendu fólki. Síðasta reglan er um hóf-
semi. Meyjarnar eiga að forðast of
mikið skart „svo að menn megi
merkja að í einum fagurt prýddum lík-
ama sé einnig það innra skartið
hjartans", sem er guðsótti og kristi-
legt lítillæti. Of mikið skart elur á
drambsemi. Rómverjar skömmtuðu
meyjum sínum skartið og Spartverjar
leyfðu aðeins opinberum skækjum að
berast á til óhófs og „gjörðu þetta
óhóf viðurstyggilegt fyrir sínum kvinn-
um og dætrum og vöndu þær svo til
hófsemi og máta.“ Eftir að þessar
reglur um klæðaburð hafa verið tald-
ar segir spegillinn að frómu og guð-
hræddu fólki geðjist vel að jómfrúm
sem haldi reglurnar.
Fjórða dyggðin er hófsemi og
sparneytni. Bænir og dagleg vinna
eiga ekki aö hindrast af „líkamans
óhófi og vellystingum", en þó á að
varast að vera svo hófsamur að það
skaði heilsuna og hindri eðlilega
hvíld. Ein Biblíutilvitnunin sem hér
fylgir er sérlega hvöss: „Verið spar-
neytnir og vakið því yðar mótstandari
djöfullinn gengur um kring sem grenj-
andi Ijón og leitar að þeim sem hann
kunni að svelgja." Þetta var vinsæl til-
vitnun, en hún var notuð sem yfirskrift
bænabókar Anders Jenssön Mari-
ager sem gefin var út á Hólum 1606.8
Önnur tilvitnun sem stendur fyrir sínu
enn í dag, þótt djöfullinn sé hættur að
ganga um kring, hljóðar svo: „Sá sem
hóflega étur lifir þess lengur." Síðan
segir að kjötát og víndrykkja hafi ekki
tíðkast á jörðinni fyrr en eftir Nóaflóð-
ið og einmitt þess vegna hafi fólk þá
náð háum aldri. Þó segir að það sé
ekki synd fyrir guði að drekka einn
víndrykk, en hófsins skuli jómfrúr
gæta.
Fimmta dyggðin í þessum flokki er
sparsemi. Sparsemi er það „að
kunna að nægjast með það sem guð
gefur." Jómfrúr þurfa að umbera fá-
tækt og annan skaða og þær eiga að
fara sparlega með það sem þær hafa.
Þær eiga að láta sér það nægja sem
foreldrar þeirra geta veitt þeim af mat,
drykk, klæðum og skarti, í stað’þess
að „brekast eftir öllu því sem þær sjá
eður heyra“. Jómfrúr eiga að venja
sig við að líða skort, því að þá þola
þær slíkt mótlæti betur ef þær missa
foreldra sína eða hafa lítið viðurværi
í ellinni.
Kristilegt hugarfar
Þrjú blóm úr dyggðakransinum teljast
til þessa flokks, en það eru miskunn-
semi, mildi og örlæti, og trúfesta og
einfeldni.
Miskunnsemi er „þegar ein mann-
eskja lætur sér til hjarta ganga ánauð
og mótgang þeirra frómu og guð-
hræddu, hefur hjartanlega með-
aumkvun og hugsar um ráð og meðul
hvernig þeim megi hjálpaö verða."
Hér segir að ekki þurfi að knýja jóm-
frúr til miskunnsemi með orðum og
áminningum, þar sem kvenfólk sé af
náttúrunni „hneigt til miskunnar".
Mildi og örlæti eiga jómfrúr að
venja sig við strax í föðurhúsum. Þótt
þær hafi ekki eigur til ráðstöfunar,
skulu þær sýna fátæklingum og mun-
aðarlausum börnum gæsku. Þær
geta safnað afgangsmolum sem ann-
ars ónýtast kynnu og þegar þær síðar
hafa eignir milli handanna geta þær
sýnt gjafmildi.
Jómfrúr eiga að vera trúfastar og
einfaldar. Þær eiga að láta í Ijósi
meiningu sína og vera hreinsinnaðar;
láta sér falla það sem aðrir gera og
segja; líta á orð og gjörðir annarra
með hlýhug og hafa ekki illan grun
um annað fólk nema þær neyðist til
þess. Þær eiga að unna því góða og
gleðjast þegar vel gengur hjá öðrum.
Þær eiga ekki að tala um þá hluti sem
eru vafasamir, heldur forðast ósann-
indi og það að hafa „óstöðugt orðatil-
tæki sem hefðu þær tvær tungur".
Siðgæði
Martínus telur tvær dyggðir sem
flokka má undir siðgæði, en þær eru
skirlífi og heiðarleg blygðan.
Jómfrúr sem tileinka sér heiðarlega
blygðan óttast vont nafn og umtal og
forðast opinberar syndir og glæpi „af
ótta fyrir guðs reiði, vegna góðrar
samvisku og líka sökum frómra
manna.“ Konur eiga að blygðast sín
fyrir líkama sinn. Hér segir að það
hafi tíðkast hjá Rómverjum að for-
eldrar hættu aö baða sig með börnum
sínum þegar þau voru komin til
„myndugra ára“. Mágurinn átti ekki
að baða sig með föðurnum eða dóttir-
in með frænda sínum. Annað dæmi
lýsir því hvernig grísk meyja reyndi
46 SAQMIR