Sagnir - 01.04.1986, Page 57
Baðstofan
Frá 15. öld eru til heimildir um ón-
stofuna, en þaö er ekki fyrr en á 17.
öld sem heimildirnar veita einhverjar
upplýsingar aö ráöi um þessa „kytru
inn af baöstofunni". Samkvæmt 17.
aldar heimildum voru um 15% bæja í
vissum sóknum meö ónstofu. Sama
hlutfallstala var á 18. öld, en síðan
viröist fara aö draga úr notkun henn-
ar. Þó eru til heimildir sem segja frá
ónshúsum allt fram á annan áratug
19. aldar.26 Svo viröist sem ónshúsiö
hafi í raun réttri ekki verið sérstakt
hús, heldur óþiljaö stafgólf í enda
baöstofu, þar sem ofninn hefur ver-
iö staðsettur. [Ogj. . . aö ónshús
hafi komið fram, þegar baöstofan
var almennt aö breytast í íveruher-
bergi, líklega á 15. öld. Þau viröast
menjar um gufubaöiö.27
Aö lokum skal hér lýst í grófum
dráttum þremur baöstofugeröum frá
síðustu öldum: loft- eöa pallbaðstofu,
bekkbaöstofu og fjósbaöstofu.
Sú gerð af baðstofu, sem nú er lík-
lega þekktust, nefndist loft- eða pall-
baöstofa. Slíkar baðstofur voru yfir
ööru bæjarhúsi, þó ekki gripahúsi.
Ofn í baðstofu. Ofnar úr ponjárni í baðstof-
um uoru nýjung, sem ruddi sér lil rúms
seint ú 19. öld.
Rúmin voru undir súö til hliðanna. í
öörum enda baðstofunnar var hjóna-
hús, aðgreint meö skilrúmi. Gengiö
var upp um stiga á baðstofuloftið og
var hleri yfir uppgöngunni. Slíkar
baöstofur voru á flestum stórbæjum
og báru góðum efnahag vitni.
Fjósbaöstofur voru staösettar á
fjósloftum. Þar sem slík baðstofugerð
var, notuöust menn á vetrum við ylinn
frá skepnunum. Götubaðstofur eru
ein gerö fjósbaöstofa. Þær draga
nafn sitt af hlöðnum bálki, götu, sem
lá eftir endilöngu fjósinu og var gólf
baðstofunnar. Rúmin stóðu á pöllum
(meöfram hliöarveggjum) yfir básun-
um undir súðinni. Gatan var ögn lægri
en pallbrúnin framan viö rúmin. „Var
svo gengið inn eftir götunni og inn
gegnt rúmi sínu og stigið upp á skör-
ina og sezt á rúrnið."28
Upphaf svonefndrar bekkbaöstofu
má rekja til 16. aldar, en allt fram á
19. öld var sú baðstofugerð algeng-
ust meðal fátæks fólks. Bekkbaöstof-
an var ekki byggö yfir önnur hús, eins
og hinartværfyrrnefndu. Áfátækustu
heimilunum var ekkert þilgólf, aðeins
harötroöin moldin. Oftast voru vegg-
irnir óþiljaöir, en rúmin voru hlaðnir
torfbálkar. Stundum voru kýr hafðar í
öörum enda baðstofunnar. Þá var
þiljaö á milli, en sömu dyr haföar aö
fjósi og baðstofu.
Lokaorð
Hér aö framan hefur eitt og annað
veriö tínt til sem skýrt getur þoku-
kennda þróun íslensku baöstofunnar.
Jarðhúsin í Hvítárholti og Grelutótt-
um, sem þeir Þór Magnússon og
Guömundur Ólafsson telja aö hafi
veriö baðstofur, sýna óljósa mynd af
uþphaflegri gerö baðstofu. Rann-
sóknir þeirra tvímenninga og kenn-
ingar um jarðhúsin, auk frásagna
fornrita, styrkja þá hugmynd aö bað-
stofan hafi upþhaflega verið hús þar
sem menn tóku sér gufubað. Líklegt
er að jarðhúsin hafi í fyrstu verið
bráðabirgöahúsnæöi landnema en
síöan hafi einhverjum þeirra veriö
breytt í baöstofur. Ástæöur þess að
jarðhúsin stóöu sér var líklega eld-
SAQriIR 55