Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.04.1986, Qupperneq 60

Sagnir - 01.04.1986, Qupperneq 60
Drepsóttir Fjöldagröf. Fórnarlömb pesiarinnar í Tournai 1349, jarðseii ifjöldagrafreit. Mgndin er úrfrönsku hanúritifrá síðari hluta 14. aldar. M X Xargar drepsóttir hafa herjaö á ísland í aldanna rás og þeirra fræg- astar eru Plágan mikla 1402-04 og Stórabóla 1707-09. Allgóöar heimild- ir eru til um Stórubólu, einkum mann- fall af völdum hennar, en minna er vit- að um Pláguna miklu. Einu rituöu heimildir, sem varöveist hafa um hana, eru nokkrar annálagreinar, tvö heitbréf og slæöingur af gjafabréfum. Raunar er getiö tveggja sótta í annál- um undir nafninu plága, en enn fá- tæklegri heimildir eru um þá síðari, sem geisaði hér 1494-95. En þótt fátt sé vitað meö vissu um plágurnar á 15. öld, geymdust minningar um þær, einkum þá fyrri, meö þjóðinni. Munnmæli og seinni tíma annálar hermdu, aö sóttin heföi verið svo skæö, aö tveir þriöju hlutar landsmanna hefðu farist, fjöldi bæja lagst í eyði og auður safnast á fárra hendur, því aö margir hefðu erft ætt- ingja sína allt aö fjóröa lið. Þegar fræðimenn á 20. öld fóru að velta fyrir sér sannleiksgildi þessara munnmæla, vöknuöu ýmsar spurn- ingar. Var Plágan mikla sama sótt og sú, sem geisað hafði í Evrópu hálfri öld fyrr og fékk seinna nafnið Svarti- dauði? Hvernig og hvaðan barst hún til landsins? Var mannfallið eins gíf- urlegt og sögur hermdu? Hversu mikilli röskun olli þetta mannfall? Menn hafa ekki verið á eitt sáttir um svör eins og vonlegt er, þegar heim- ildir skortir svo tilfinnanlega. Margir hafa reynt að geta í eyðurnar og verður hér reynt að tína til það helsta, sem um Pláguna miklu hefur verið ritað. Svartidauði — pest Sjúkdómur sá, sem geisaði í Evrópu 1347-51 og fékk síðar nafnið Svarti- dauði, var svokölluð pest eða pesti- lentia. Sjúkdómnum veldur sýkill, sem lifir í flóm nagdýra og berst milli þeirra með biti flónna. Þegar faraldur gýs upp meðal dýranna og þau deyja í stórum stíl, leita flærnar á aðra hýsla, þar á meðal menn. Sú dýrateg- und, sem er manninum langhættu- legust að þessu leyti, er svarta rottan (rattus rattus), vegna þess í hve nánu sambýli við mannfólkið hún er yfirleitt. Hún hafði numið land í álfunni á 13. öld og það, ásamt auknum samskipt- um Evrópumanna við Asíulönd, þar sem pestin var landlæg, gerði að verkum, að Svartidauði reið yfir um miðja 14. öld. Pestin var síðan viðloð- andi í Evrópu og þá einnig á Norður- löndum, en hvarf þaðan upp úr alda- mótunum 1700. Mörgum getum hefur verið að því leitt, hvers vegna pestin hvarf svo gjörsamlega úr Evrópu. Líklegustu skýringarnar eru taldar, að almennt hreinlæti hafi aukist og ekki síst, að snemma á 18. öld barst önnur rottu- tegund til álfunnar, brúna rottan (rat- tus norvegicus) og hún flæmdi svörtu rottuna að mestu burt. Brúna rottan lifir fjær h íbýlum manna og flær henn- ar eru ekki eins skæðir smitberar og flær svörtu rottunnar. Pest lýsir sér með tvennum hætti í mönnum: kýlapest og lungnapest. Oftast byrjar faraldur með kýlapest, sem getur aðeins smitast með flóabiti og þá eingöngu í tengslum við farald- ur í rottum. Síðan getur veikin breyst í lungnapest og í þeirri mynd gengur hún beint á milli manna. Lungnapest er mun skæðari en kýlapest, undan- tekningarlítið deyja þeir, sem veikjast af henni. 58 SAQNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.