Sagnir - 01.04.1986, Page 62
Drepsóttir
unni. Nú benda nýjar rannsóknir í
Noregi til þess, aö pestin hafi orðið
þar landlæg eftir Svartadauða 1349-
51, þannig að því miður er ólíklegt,
að nokkurn tíma verði unnt að kom-
ast að því, hvenær samskipti íslend-
inga og Englendinga hófust, með því
að athuga hvaðan pestin barst til
íslands.
Pestin æðir
um landið
I Nýja annál er nefnt, að sr. Áli Svart-
höfðason hafi andast fyrstur af kenni-
mönnum um haustið, en ekki ertekið
fram hvar. í Vatnsfjarðarannál fáum
við aðeins fyllri mynd af atburðarás-
inni. Þar ríður sr. Óli (Áli í Nýja annál)
Svarthöfðason frá skipinu ásamt
sveinum sínum, en þeir komast ekki
lengra en í Botnsdal, þar andast þeir
allir. Þessi frásögn bendir eindregið til
þess, að þest hafi verið í skipinu,
mennirnir komast stutt áleiðis, veikj-
ast síðan og deyja allir. Aðrar drep-
sóttir eru varla svo fljótvirkar né hafa
svo háa dánartíðni.
í báðum annálum er því síðan lýst,
hvernig sóttin barst um landið frá
Hvalfirði, norður um Vesturland, aust-
ur um Suðurland og strádraþ fólk.
Heitbréfin tvö, sem getið var, eru
samtímaheimildir og þar má sjá óm-
inn af þeirri skelfingu, sem hefur grip-
ið um sig, þegar fréttir bárust af pest-
inni og ekkert var til varnar annað en
heitgöngur og loforð um föstur, iðrun
og yfirbót. Á jóladag 1402 gera Reyk-
dælingar heitbréf á Grenjaðarstöðum
[svoj „mót þeirri ógurlegu dreþsótt,
sem fór vestan eftir landinu og fólk
Andlátsmynd frá 15. öld. Þella er vel þekkl
miðaldaþema, en snertir ekki plágurnar að
öðru leyli en þuí. að myndin er gerð hér á
landi á þeim tíma, sem leið milli þess að
þœr geisuðu. Engiar og árar lakasl á um
önd konunnar, sem siígur úr uiium hennar
í barnslíki og ekki beráöðru en að englarn-
ir hafi betur. Efsl á myndinni siendur: .Villtu
giora salutijdir. þa Igijor þessa minninlgj
þar uid", sem bendir lil þess að höfundur
hafi œilað myndina í tiðabók.
hafði svo unnvörpum dáið úr, að víða
var aleytt, bæði að prestum og leik-
mönnum . . ,“9 og lofa menn föstum
og bænahaldi til þess að bægja þess-
um ófögnuði frá. í heitbréfinu kemur
fram, að fólk hafi þegar andast í
Húnaþingi og Skagafirði. Eyfirðingar
gera heitbréf 16. janúar 1403 að
Munkaþverá „móti þeim hræðilega
manndauða, sem þá stóð harðast yf-
ir.. ,“10 og heita þeir messusöngv-
um, peningagjöfum og vatnsföstu.
Um jólin 1402 er samkvæmt annál-
um mikið mannfall í Skálholti „svo að
aleyddi þá þegar staðinn . . . fyrir
utan biskuþinn og tvo leikmenn".11 i
Skálholti hafa líklega verið vel á ann-
að hundrað manns. Síðan er lýst
mannfalli á Kirkjubæjarklaustri og í
Þykkvabæ og ábótarnir í Viðey og á
Helgafelli látast. Sóttinni virðist ekki
60 SAQniR