Sagnir - 01.04.1986, Qupperneq 64
Drepsóttir
legið á því lúalaginu að bjóða í vinnu-
hjú hverjir frá öðrum og ennfremur
hafa ýmsir ekki viljað fastráða sig hjá
bændum, heldur vera í lausa-
mennsku.
Ætla má, að þeir, sem ekki vildu
vera vistfastir hjá bændum, hafi frem-
ur viljað leita til sjávarsíðunnar og
gerast búðsetumenn. Búðseta, þ. e.
aðsetur við sjóinn án grasnytja, hafði
ekki verið leyfð í þjóðveldisaldar-
lögunum (Grágás), nema með sam-
þykki hreppsmanna, enda skyldu þeir
annast búðsetufólkið, ef afli brygðist
og það færi á sveitina. Ákvæði um
þetta er aftur á móti ekki í Jónsbók,
sem var lögtekin 1281. Skreið varð
aðalútflutningsafurð íslendinga um
1340 í stað vaðmáls og trúlega hefur
þá þeim fjölgað, sem lögðu fyrir sig
fiskveiðar sem búðsetumenn, og er
ekki ólíklegt, að alþingissamþykktinni
1404 sé að nokkru leyti beint gegn
þeim. Ekki bætti úr skák, að þegar
Englendingar tóku að sækja á ís-
landsmið í síauknum mæli, bæði til
þess að veiða sjálfir og kaupa skreið
án milligöngu Hansakaupmanna í
Björgvin, sóttust þeir eftir að setja upp
verstöðvar í landi og kepptu þannig
um vinnuaflið við bændur. Að lokum
var búðseta bönnuð með Pínings-
dómi 1490, nema því aðeins, að
menn ættu vissar eignir.
Þorkell Jóhannesson álítur, að sú
bylting, sem varð í atvinnuháttum
hér, þegar skreiðin tók við af vaðmál-
inu í útflutningsversluninni, hafi verið
óhjákvæmileg. Hann kennir þó plág-
unni um, hversu hraðfara og róttæk
sú breyting varð.15 Björn Þorsteins-
son gerir þó enn minna úr áhrifum
plágunnar á þjóðfélagið:
Þótt plágan hafi verið reiðarslag
fyrir þá kynslóð sem var á dögum,
virðast sárin þó hafa gróið furðu
fljótt, og ekki er hægt að rekja nein-
ar grundvallarbreytingar á íslensku
samfélagi, hvorki menningarlegar
né félagslegar, til Svartadauða.16
Björn telur það hafa dregið stærri
dilk á eftir sér, að Englendingar fóru
að sækja hingað til fiskveiða og versl-
unar skömmu eftir að plágan geisaði.
Erfitt er að trúa því, að ekki láti
eitthvað undan í menningu þjóöfé-
lags, þegar svona skyndilegur mann-
dauði dynur yfir. Á miðöldum lærði
hver kynslóð af annarri verkmennt,
hefðir og annað, sem ekki var fest á
bók og hætt er við, að eitthvað slíkt
hafi farið forgörðum. Auk þess lagðist
annálaritun og önnur bókmenntaiðja
af eftir pláguna, sennilega vegna
þess, að kennimenn og klaustur-
bræður hrundu niður. Þeim hefur ver-
ið hættara en öðrum, því að þeir
bjuggu margir á þéttbýlustu stöðun-
um og þurftu auk þess að þjónusta
menn fyrir andlátið.
Einnig má spyrja, hvort ekki hafi
orðið sú félagslega breyting, að
bændur stöðvuðu flutning úr sveitum
til sjávar vegna fólkseklunnar fyrst
eftir pláguna. Hugsanlegt er, að
bændur hefðu síður fjandskapast við
ásókn að sjávarsíðunni, ef vinnuafl
hefði verið nægilegt í landinu, þegar
breyttir atvinnuhættir gátu gefið til-
efni til breyttrar búsetu.
Heimild: Þorkell Jóhannesson, „Plágan mikla 1402-1404.“ Lýdirog landshagir (Rv. 1965), 82-4.
62 SAGMIR