Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Page 72

Sagnir - 01.04.1986, Page 72
Kjarnorkuvopn á íslandi? ustuflugsveitin „Svörtu Riddararnir" hefur veriö staösett hérlendis síðan 1954.15 Hún er nú búin Phantom orr- ustuþotum, sem geta borið flugskeyti meö kjarnaoddi og nokkrar fleiri gerð- ir af kjarnorkusprengjum.16 Flugsveit kafbátaleitarvéla hefur einnig veriö staðsett hér síöan 1951. Til skamms tíma voru í henni níu flugvélar af gerðinni Orion P-3C, sem sagöar voru bestu kafbátaleitarvélar í heimi áriö 1978. Þær geta borið kjarnorku- djúpsprengjur.17 í nokkur ár hafa AW- ACS flugvélar veriö hérlendis. „AW- ACS eru fullkomnustu fljúgandi rat- sjár og stjórnstöövar sem völ er á.“ Þær hafa eftirlit meö flugvélum og yröu í stríöi notaðar til að „samræma loftvamir" á svæöinu milli íslands, Noregs og Bretlands. Þær geta einn- ig séö um „stjórnun herafla“.18 Loks er aö geta hlustunarkerfis, sem er einn mikilvægasti liöurinn í gagnkaf- bátahernaði Bandaríkjanna, SOS- US-kerfisins. Þessi hlustunarbúnaður liggur á hafsbotni frá Skotlandi til Grænlands, um ísland. Kaplarnir eru teknir í land á Reykjanesskaga og viö Hornafjörö.19 Aö þessu gefnu má fara aö ráöa í eðli herstöðvarinnar á íslandi. Hún virðist fyrst og fremst vera liður í þeim vígbúnaöi NATO, sem beinist að gagnkafbátahernaði og flughernaöi á Norður-Atlantshafinu. Gunnar Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Öryggis- málanefndar, segir í inngangi aö riti sínu, GIUK-hliðið, aö þar veröi lögö áhersla á aö skýra hernaðar- legt gildi og hlutverk leiðarinnar á milli Grænlands-íslands og Bretlands . . . [sem] gegnir mikil- vægu hlutverki í áætlunum og hernaðarkerfi Atlantshafsbanda- lagsins gegn þeirri ógnun, sem tal- in er stafa af flotastyrk Sovétríkj- anna í norðurhöfum. Þetta á viö um tvö sviö hernaðar, gagnkafbáta- hernaö og loftvarnir.20 Eru „áætlanir og hernaöarkerfi" NATO á einhvern hátt tengd kjarn- orkuvopnum? Þegar hefur komið í Ijós að bæði Orion og Phantom flug- vélar, sem staðsettar eru á Keflavík- urflugvelli geta boriö kjarnorkuvopn. Þó ekki væri fyrir annað er hugsan- legt aö kjarnorkuvopn séu geymd á íslandi. Ólafur Ragnar Grímsson segir um þetta: „Á síðustu tuttugu árum hefur hernaöaruppbyggingin á Norður-Atlantshafi veriö fyrst og fremst grundvölluð á mikilvægi kjarn- orkuvígbúnaðar, þar sem gagnkaf- bátahernaöur og flughernaður gegna lykilhlutverki."21 Óvíst sé hvar kjarn- orkuvopnin sjálf séu geymd, enda skipti það ekki meginmáli vegna þess að þau megi auðveldlega flytja milli staöa án mikils fyrirvara. Heildar- myndina telur hann mikilvægari og heldur áfram: Þetta samfellda kerfi í öllum NATO-löndum viö Norður-Atlants- haf hefur á tveimur áratugum orðið lykilþáttur í kjarnorkuvígbúnaöi Bandaríkjanna . . . Norðurlöndin þrjú, sem eru meðlimaríki NATO, hafa smátt og smátt flækst í kjarn- orkuvopnanet stórveldisins.22 William Arkin Áriö 1980 kom bandarískur fræði- maður, William Arkin, af stað um- ræðu um það hvort kjarnorkuvopn væru geymd á Miðnesheiði. Hann vakti athygli á upplýsingum sem sýndu að landgönguliðar í Keflavík- urstöðinni væru þjálfaðir í að „gæta kjarnorkuvopna".23 Til hvers? Arkin kom með skýringuna árið 1984. Var þaö Ijósrit af skjali er hann sýndi völd- um mönnum á íslandi. Með skjalinu hafði Bandaríkjastjórn gefið flota sín- um heimild til þess að flytja 48 kjarn- orkusprengjur til íslands, þætti ófrið- lega horfa.24 Samkvæmt þessu virð- ist liggja Ijóst fyrir að herstöðin á ís- landi er hluti af kjarnorkuvígbúnaði Bandaríkjamanna. Sumarið 1980 óskaði Ólafur Jó- hannesson utanríkisráðherra eftir svari frá Bandaríkjastjórn um hvort hér væru kjarnorkuvopn, eftir að mál- ið hafði komið til kasta Alþingis. Bandaríkjastjórn svaraði því til, að stefna sín væri í samræmi við þá ákvörðun leiðtogafundar NATO í París 1957 að staðsetning kjarnorkuvopna í þágu varna bandalagsins og fyrir- komulag varðandi notkun þeirra muni verða ákveðin í samræmi viö Bandarísk orustuskip. Þessi skip, sem búin eru nýtísku uíguélum, heimsóiiu Reykuíkinga árið 1982. 70 SAGriIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.