Sagnir - 01.04.1986, Síða 72
Kjarnorkuvopn á íslandi?
ustuflugsveitin „Svörtu Riddararnir"
hefur veriö staösett hérlendis síðan
1954.15 Hún er nú búin Phantom orr-
ustuþotum, sem geta borið flugskeyti
meö kjarnaoddi og nokkrar fleiri gerð-
ir af kjarnorkusprengjum.16 Flugsveit
kafbátaleitarvéla hefur einnig veriö
staðsett hér síöan 1951. Til skamms
tíma voru í henni níu flugvélar af
gerðinni Orion P-3C, sem sagöar
voru bestu kafbátaleitarvélar í heimi
áriö 1978. Þær geta borið kjarnorku-
djúpsprengjur.17 í nokkur ár hafa AW-
ACS flugvélar veriö hérlendis. „AW-
ACS eru fullkomnustu fljúgandi rat-
sjár og stjórnstöövar sem völ er á.“
Þær hafa eftirlit meö flugvélum og
yröu í stríöi notaðar til að „samræma
loftvamir" á svæöinu milli íslands,
Noregs og Bretlands. Þær geta einn-
ig séö um „stjórnun herafla“.18 Loks
er aö geta hlustunarkerfis, sem er
einn mikilvægasti liöurinn í gagnkaf-
bátahernaði Bandaríkjanna, SOS-
US-kerfisins. Þessi hlustunarbúnaður
liggur á hafsbotni frá Skotlandi til
Grænlands, um ísland. Kaplarnir eru
teknir í land á Reykjanesskaga og viö
Hornafjörö.19
Aö þessu gefnu má fara aö ráöa í
eðli herstöðvarinnar á íslandi. Hún
virðist fyrst og fremst vera liður í þeim
vígbúnaöi NATO, sem beinist að
gagnkafbátahernaði og flughernaöi á
Norður-Atlantshafinu. Gunnar Gunn-
arsson, framkvæmdastjóri Öryggis-
málanefndar, segir í inngangi aö riti
sínu, GIUK-hliðið, aö þar veröi
lögö áhersla á aö skýra hernaðar-
legt gildi og hlutverk leiðarinnar á
milli Grænlands-íslands og
Bretlands . . . [sem] gegnir mikil-
vægu hlutverki í áætlunum og
hernaðarkerfi Atlantshafsbanda-
lagsins gegn þeirri ógnun, sem tal-
in er stafa af flotastyrk Sovétríkj-
anna í norðurhöfum. Þetta á viö um
tvö sviö hernaðar, gagnkafbáta-
hernaö og loftvarnir.20
Eru „áætlanir og hernaöarkerfi"
NATO á einhvern hátt tengd kjarn-
orkuvopnum? Þegar hefur komið í
Ijós að bæði Orion og Phantom flug-
vélar, sem staðsettar eru á Keflavík-
urflugvelli geta boriö kjarnorkuvopn.
Þó ekki væri fyrir annað er hugsan-
legt aö kjarnorkuvopn séu geymd á
íslandi. Ólafur Ragnar Grímsson
segir um þetta: „Á síðustu tuttugu
árum hefur hernaöaruppbyggingin á
Norður-Atlantshafi veriö fyrst og
fremst grundvölluð á mikilvægi kjarn-
orkuvígbúnaðar, þar sem gagnkaf-
bátahernaöur og flughernaður gegna
lykilhlutverki."21 Óvíst sé hvar kjarn-
orkuvopnin sjálf séu geymd, enda
skipti það ekki meginmáli vegna þess
að þau megi auðveldlega flytja milli
staöa án mikils fyrirvara. Heildar-
myndina telur hann mikilvægari og
heldur áfram:
Þetta samfellda kerfi í öllum
NATO-löndum viö Norður-Atlants-
haf hefur á tveimur áratugum orðið
lykilþáttur í kjarnorkuvígbúnaöi
Bandaríkjanna . . . Norðurlöndin
þrjú, sem eru meðlimaríki NATO,
hafa smátt og smátt flækst í kjarn-
orkuvopnanet stórveldisins.22
William Arkin
Áriö 1980 kom bandarískur fræði-
maður, William Arkin, af stað um-
ræðu um það hvort kjarnorkuvopn
væru geymd á Miðnesheiði. Hann
vakti athygli á upplýsingum sem
sýndu að landgönguliðar í Keflavík-
urstöðinni væru þjálfaðir í að „gæta
kjarnorkuvopna".23 Til hvers? Arkin
kom með skýringuna árið 1984. Var
þaö Ijósrit af skjali er hann sýndi völd-
um mönnum á íslandi. Með skjalinu
hafði Bandaríkjastjórn gefið flota sín-
um heimild til þess að flytja 48 kjarn-
orkusprengjur til íslands, þætti ófrið-
lega horfa.24 Samkvæmt þessu virð-
ist liggja Ijóst fyrir að herstöðin á ís-
landi er hluti af kjarnorkuvígbúnaði
Bandaríkjamanna.
Sumarið 1980 óskaði Ólafur Jó-
hannesson utanríkisráðherra eftir
svari frá Bandaríkjastjórn um hvort
hér væru kjarnorkuvopn, eftir að mál-
ið hafði komið til kasta Alþingis.
Bandaríkjastjórn svaraði því til, að
stefna sín væri í samræmi við
þá ákvörðun leiðtogafundar NATO í
París 1957
að staðsetning kjarnorkuvopna í
þágu varna bandalagsins og fyrir-
komulag varðandi notkun þeirra
muni verða ákveðin í samræmi viö
Bandarísk orustuskip. Þessi skip, sem
búin eru nýtísku uíguélum, heimsóiiu
Reykuíkinga árið 1982.
70 SAGriIR